Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 23
21
t
ólafsfi. Aðallega í apríl og julí og í desember og þá greinilegur far-
aldur. Annars má segja, a8 lcvef sé nú að verða plága, einkum á fuil-
orðnu fólki, og hagar sér orðið á þann hátt, að fólkið hefur stöðugan
hósta vikum saman og stundum mánuðum saman, en þó án hita.
Ekkert hefur þó heyrzt í þessum sjúklingum við hlustun eða sézt við
skyggningu.
Dalvíkur. Allan ársins hring.
Akureyrar. Venju meira um kvefsótt alla mánuði ársins og stund-
um fylgt allhár hiti með beinverkjum, svo að sjúkdómurinn hefur oft
líkzt inflúenzu, þótt ekki hafi hann verið neitt nálægt því jafnnæmur
og inflúenza er vön að vera.
Grenivíkur. Með meira móti og oft þrálát, sérstaklega í júní og júlí
og svo í september og október; fengu menn hana aftur og aftur.
Breiðumýrar. í meira lagi. Telja má, að þrívegis hafi gengið faraldur,
i ársbyrjun, maí—júní og í árslok.
Kópaskers. Alltaf á sveimi í héraðinu. Slæmir faraldrar í ágúst og
nóvember. Áberandi var það, að í nóvemberfaraldrinum fylgdi kok-
hlustarbólga allt að helmingi tilfellanna.
Þórshafnar. Viðloðandi allt árið, heldur væg og tók fáa.
Egilsstaða. Óvenju illkynjað, þrálátt kvef gekk hér mánuðina
ágúst—okt. Febrúar og marz kveflausir, og' á tíðarfarið, stillur og
snjóalög, sem drógu úr umferð í héraðið og innan þess, eflaust sinn
þátt í því.
Seijðisfi. Dreifð yfir flesta mánuði ársins. Mest bar þó á veikinni í
desember.
Nes Viðloðandi allt árið, mest fyrra helminginn. Yfirleitt væg.
Búða. Alltaf jafn útbreidd og þrálát.
Hafnar. Allt árið um lcring.
Breiðabólsstaðar. Vægir faraldrar í febrúar og júní—júlí. Nokkuð
slæmt og langvinnt kvef gekk í nóv.—des., þó yfirleitt án íylgikvilla.
Kvef er mjög algengt, en sjaldan mjög þungt og fáir fylgikvillar.
Vestmannaey ja. Talsvert bar á veikinni fyrstu 3 mánuði ársins og
svo aftur í haust. Samfara henni i haust var lungnabólga, einkum í
börnum, sem urðu mikið veik. Veikin hefur verið viðloðandi alla mán-
uði ársins.
Eyrarbakka. Fjöldi tilfella mánaðarlega allt árið, flest vor og haust,
Laugarás. Slæðingur allt árið. I september og október er faraldur
i uppsiglingu, en nær ekki hámarki fyrr en eftir áramót. Oft nokkuð
þrálátt, en annars fremur vægt og lítið um fylgikvilla. Þyngst á börnum.
Iíeflavíkur. Kvefsótt með minna móti, einkum seinna part sumars,
þrátt fyrir sólarleysið og slæma veðráttu.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
Sjúklingafiöltli 1938—1947:
1938 1939 1940
99
99
4
4
1
1941
9
1
1942 1943
11 63
1 2
1944
1
99
1945
1
1946
3
2
Sjúkl.
Dánir
99
1947
2
1