Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 200
198
Ólafsfi. Skólabörn skoðuð í byrjun skólaárs. Ekkert unnið við bygg-
ingu nýja barnaskólans, vegna þess að ekkert lán fékkst, en húsið er
komið undir þak.
Dalvíkur. Skólaskoðanir svipaðar og hin fyrri ár. Enn vantar
fimleikahús að barnaskólanum á Dalvík, og hefur leikfimi því fallið
niður síðustu 2 vetur. Hefur skólanefnd Dalvíkurskólahverfis gert
ítrekaðar tilraunir til að fá byggt fimleikahús þetta, en án árangurs.
Sama máli gegnir einnig um byggingu væntanlegs skólastjórabústaðar
við barnaskólann, nema tregðan þar öllu meiri. Undirbúningur er
hafinn að byggingu heimavistarskóla í Svarfaðardal. Hefur grunnur-
inn verið grafinn og vegir lagðir. En enginn fékkst smiðurinn til að
taka að sér verkið, og hefur því orðið dráttur á framkvæmdinni.
Fimleikahús vantar enn að barnaskólanum í Hrísey. Skólahúsið i
Árskógi er hið myndarlegasta, og var byggingu þess að mestu lokið á
árinu.
Akureyrar. Verið að reisa viðbyggingu við barnaskóla Akureyrar og
barnaskólahús bæði í Arnarnes- og Öngulstaðahreppum. í Barnaskóla
Akureyrar var skólalæknir tvisvar vikulega allt skólaárið til eftirlits
og rannsóknar á þeim börnum, sem ástæða þótti til að athuga. Lýsi
var gefið í skólanum frá %i 1947—2% 1948, og eyddust 238 lítrar á
þessu tímabili. Með lýsinu voru gefnar gulrófur, en þegar þær voru
ekki lengur fáanlegar, var gefið rúgbrauð í þeirra stað. Þá voru einnig
gefin Ijósböð í skólanum, og nutu 66 börn þeirra lækninga. Hjúkrunar-
kona var allan daginn í skólanum, hin sama og undanfarandi ár.
Grenivikur. Börnin skoðuð haust og vor. Gert var á þeim berkla-
próf, og voru þau öll Pirquet-^. Skólahúsið hið sama og síðast liðið
ár. Kennt er nú í tveimur stofum, og er önnur of lítil og óhentug.
Hefur komið til orða að breyta skólahúsinu þannig, að tvær góðar
skólastofur fengjust, en hefur ekki enn komið til framkvæmda. Börn-
um gefið lýsi í skólanum eins og áður.
Vopnafi. Síðast liðinn vetur var barnaskóli sveitarinnar starfræktur
í gamla íbúðarhúsinu á Torfastöðum, sem jafnframt er íbúð kennar-
ans. Húsakynni eru þar þröng, en skólinn hefur þó þarna fastan
samastað, þar til nýi heimavistarskólinn verður fullgerður, en von er
um, að það verði á hausti komanda.
Egilsstaða. Á árinu var tekin í notlcun nýbyggður heimavistarskóli
á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Er það allmikið hús, 17,5X7.6 m að
utanmáli, 2 hæðir. í því er kennslustofa, 24 m2 á gólfi, 67,2 m3,
en hjáliggjandi vinnustofa 50,4 m3, og má taka milligerð úr og gera
þær að einni stofu. Þá eru í húsinu íbúðarherbergi fyrir allt að 20
börn, tilheyrandi mötuneyti, salerni og baðherbergi (en baðkerið hefur
ekki fengizt enn). Auk þess íbúð fyrir skólastjóra. Rafmagn var ekki
komið um áramót, en öll gögn til þess þegar fengin.
Bakkagerðis. Kennsla fer aðeins fram i barnaskóla Bakkagerðisþorps.
Seyðisfi. Byrjað hefur verið á að rannsaka óþrifakvilla í skóla kaup-
staðarins einu sinni til tvisvar á vetri að börnunum óvörum og þá
fengin hjúkrunarkona til hjálpar. Þar sem eitthvað finnst athuga-
vert, er heimilunum tilkynnt og leiðbeint um lækningu.
Breiðabólsstaðar. Skólahúsin lítil og óvistleg. Talað hefur verið um,