Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 57
55
Hafnar. Ekkert tilfelli.
Breiðabólsstaðar. Enginn nýr sjúklingur á árinu og enginn á skrá.
Nokkur hrákasýnishorn voru send. Öll neikvæð.
Víkur. Ung stúlka úr Reynishverfi, sem dvaldist í Reykjavík og var
til eftirlits í Líkn, fékk upp úr slæmu kvefi um áramótin cavernu1) i v.
apex. Fór þá heim um tíma, meðan hún beið eftir plássi á Vífils-
stöðum. Maður um sextugt fékk eitil i h. axilla, sem var excideraður
í Reykjavík. Reyndist tbc. Var í ljósum í nokkrar vikur, kom svo heim
með fistil, sem lokaðist um siðir.
Vestmannaeijja. Hafzt hefur upp á smitberum, 2 konum og 2 ltörl-
um, sem komið var þegar á Vífilsstaði. Bar talsvert á nýsmitun frá
þeim, einkum öðrum karlmanninum og annarri konunni. Berklapróf
eru ástunduð af kappi til þess að hafa uppi á smitvöldum. Annars er
næmleiki fyrir berklum áberandi, þegar engin smitun er undan gengin,
°g nýsmitanir hafa verið svo fáar undanfarið. Virðist hera nauðsyn
til að hefjast handa um útvegun BCG-bóluefnis til varnar veikinni.
Upp úr mislingum, sem hér gengu í sumar, virtust börnin vera sér-
staklega næm fyrir veikinni, enda er það gömul og ný saga.
Eyrarbaklca. Engin nýsmitun á árinu. Hef gert allmargar loft-
brjóstaðgerðir (áfyllingar).
Laugarás. Ekki vissi ég um neitt nýtt tilfelli. Moropróf var fram-
kvæmt á skólabörnum, og fannst ekkert nýsmitað. Eins og fyrr getur,
fékk 1 stúlka á Laugarvatni erythema nodosum, og var hún send heim
til sín.
Keflavíkur. Berklaveiki er ekki meiri á þessu ári en eðlilegt verður
að teljast í jafnfjölmennu héraði með örum daglegum samgöngum
við Reykjavík, Vífilsstaði og Hafnarfjörð. Ungur maður fékk „epi-
didymitis“, sem mér fannst líkjast berklum. Fór hann til annars
læknis og var ekki tekinn vari fyrir neinu, en sagt, að um meinlausa
bólgu væri að ræða, og fór maðurinn til sjós. Þetta reyndust berklar;
bólgnaði annar knéliður skömmu síðar, og fékk maðurinn staurlið
í hnénu eftir nauðsynlega aðgerð.
3. Geislasveppsbólga (actinomycosis).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Siúkl 1
•••••• >> >> >> >> >> A >> >> >> >>
Er ekki getið.
Læknar láta þessa getið:
Bvík. Varð ekki vart í héraðinu, svo að vitað sé.
1) Caverna er rétt nefnd hverna á islenzku og ekki eingöngu vegna hljóðlíkingar,
heldur er orðið frá fornu fari til í íslenzku máii og þýðir: lítil grýta eða ketill.
Er það að sjálfsögðu leitt af orðinu hver. Á merkingin hér ekki illa við, svo titt
sem er, að þessar holur i lungunum gjósi, enda er mælt mál, að hveri niðri í
hrjóstveiku fólki, ekki sízt því, er gengur með hvernuð (cavernös) lungu. Mál-
Iræðingum skal látið eftir að gizka á, hvort caverna og liverna sé að uppruna til
sama orðið, sem væri skemmtilegt, án þess að skipta vcrulegu máli.