Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 202
200
Egilsstaða. Meðferð þurfalinga góð.
Bakkagerðis. Þurfalingar engir.
Seijðisfi. Aðallega er hér um 2 þurfalinga að ræða, 2 systkini, sem
bæði eru fávitar og koma þarf fyrir á sveitaheimilum. Er það auðvitað
neyðarúrræði, en sæmilega fer um þau. Ekki hefur tekizt að koma
þeim á hæli.
Breiðabólsstaðar. Ágæt. Hér eru mörg gamalmenni.
Vestmannaeyja. Yfirleitt góð.
14. Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir utan sjúkrahúsa.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Ferðir: í Fróðái’hrepp 5, Staðarsveit 3, Eyrarsveit 2,
Miklaholtshrepp 1, Breiðuvíkurhrepp 12, Neshrepp 40, þar af ríðandi
að mestu 5, hinar allar í bíl. Skólaskoðunarferðir 4 (í alla hreppa
héraðsins). Skoxáð í eða klippt ofan af allmörgum kýlum og því um
líkt. Sköflungsbrot gibsað (á þunna bónxull), greri ágætlega.
Stykkishólms. Út úr kauptúninu fór ég (sept.—des.) upp í Helga-
fellssveit 4 ferðir, upp á Skógarströnd 5, suður í Miklaholtshrepp 9,
út í Eyrarsveit 9, út xir héraðinu 6 og loks út í Flatey og eyjarnar þar
í kring 6 ferðir.
Búðardals. Ferðalög farin mest í bíl, nema urn háveturinn, en þá
er notazt við hesta, og er ekkert við því að segja, væru hestarnir góðir,
en því er yfirleitt ekki að heilsa nxi á dögum vélamenningarinnar.
Góðir hestar eru því miður að hverfa úr sveitunum, og verður þess
eflaust ekki langt að bíða, að þeir verði sams konar lúxus þar og
þeir eru nú í bæjunum.
Bíldudals. Af 14 ferðum 2 ferðir gangandi, 4 ríðandi, en 8 á bátum.
Þingeyrar. Sjaldan er farið í Auðkúluhrepp, enda yfir erfiðan fjall-
veg að fara og miklu auðveldara fyrir íbúa hreppsins að sækja lækni
til Bíldudals en Þingeyrar. Yfirleitt lítið um ferðalög i héraðinu. Víða
er þó hægt að konxast í bil að sumarlagi, en annars á sjó eða fót-
gangandi.
Bolungarvíkur. Handlæknisaðgerðir á árinu hafa verið svipaðrar
tegundar og undanfarin ár. Tamxútdráttur 36 sinnum, oft margar
tennur í senn. Gert að sárum 42 sinnum. Skorið í fingurmein 16
sinnum. Gert að brunasárum (mest 2. stigs) 10 sinnum. 12 sinnum
skorið í ígerðir og kýli. Tekið burt 1 atheronxa capitis í staðdeyfingu.
Aðskotahlutir teknir nokkrum sinnum úr auga (cornea) og fingrum.
Mjög oft notuð staðdeyfing, bæði við tannútdrætti og fingurmein,
einnig chlorethyl við kýli.
Blönduós. Vegalengd fram og aftur í 132 ferðum um 7500 km. Engin
ferð var að þessu sinni farin á sjó og varla komið á hestbak. Svo er
nú umbreytt, frá því er ég var hér staðgengill Jóns læknis Jónssonar
1919. Þá var ég einu sinni á ferðinni 9 daga í röð og reið unx 80 kni til
jafnaðar á dag. Símarnir, sem nú eru komnir á flesta bæi í sumum
sveitum, spara nú margar ferðir, því að oft má ganga úr skugga um
það gegnum símann, að ekki sé þörf ferðar, þó að lasleiki sé á heimili.
Hann er því hið mesta þarfaþing lötum læknum og sérhlífnum. Jeppa