Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 73
71
andi, ef fólk fæst til þess að borða sjávarfang, einkum hrogn, lifur
og hausa, og notfæra sér soðið. Algengastur er sjúkdómurinn nú orðið
á vanfærum konum, sem lítið grænmeti hafa eða þá gamalt. Batnar
þeiin við ger- eða þá B-complexinndælingar og hætt mataræði.
11. Caries dentium.
Flateijrar. Tannáta mjög áberandi, enda dregnar 270 skemmdar
tennur. Á Flateyri höfðu 57 % skólabarna tannátu, á Suðureyri 82% og í
sveitinni 45%.
Hólmavíkur. Mjög algengur kvilli í ungum og gömlum. Tennur
teknar 122 sinnum (266 tennur alls).
Grenivikur. Alltaf mikið um tannskemmdir. Nokkrir Jála gera við
skemmdu tennurnar, er fleiri láta taka þær, er þeir fara að fá verki
í þær.
12. Cystitis.
Flateyrar. Með meira móti.
Grenivíkur. 8 konur leituðu mín vegna þessa kvilla.
13. Diabetes.
Hólmavíkur. 2 sykursjúka karlmenn er mér kunnugt um; annar
hefur notað insúlín svo árum skiptir, en hinn um eins árs skeið.
Dalvikur. 1 sjúklingur hefur haft sjúkdóminn á annan áratug.
Akureyrar. Sykursýkissjúklingar eru 9 í læknishéraðinu og flestir
til lækninga hjá yfirlækni sjúkrahússins. ,
Kópaskers. 1 sjúklingur í héraðinu, 17 ára stúJka. Býr uppi á Hóls-
fjöllum, afskekktum stað og mjög vafasömum fyrir slíkan sjúkling.
Vitjaði ég hennar einu sinni í vor; lá hún þá meðvitundarlaus, hafði
fengið insúlín-shock. Fékk glucose í v. og kom þá brátt til meðvit-
undar. Var síðan send til Reykjavikur til innstillingar að nýju.
Egilsstaða. 1 sjúklingur (héraðslæknir). Sæmilega frískur með kúr
og daglegri insúlíngjöf.
Búða. Sömu sjúklingar og áður. Líðan þeirra óbreytt.
Vestmannaeyja. 8 ára telpa, sem getið var um í fyrra árs skýrslu
nieð diabetes gravis, dó á þessu ári.
14. Diabetes insipidus.
Egilsstaða. Miðaldra húsmóðir hefur haft diabetes insipidus í mörg
ar- Fór á árinu til rannsóknar á Landsspítalann. Fékk greinilegan
bata við pitressinsprautur, en hefur þó ekki notað þær að staðáldri,
síðan heim ltom.
15. Eczema.
Þingeyrar. Eczema meati audit. ext. 1, cruris 4, flexurae 1, infantum
4, manus 1.
Flateyrar. Eczema algengt í þorpunum. 2 sjúklingar, sem liöfðu
þenna kvilla, annar í andliti, en hinn á fæti út frá ulcera cruris, fengu
sulfadíazin, annar vegna igerðar, hinn vegna kveflungnabólgu. Báðir
i'eyndust mjög næmir fyrir lyfinu og steyptust út í eczema.