Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 210
208
fannst mikið brot á andlitsbeinum og heilinn sundurtættur. Auk þess brot
á hægra upphandlegfí og viðbcini.
13. 23. mai. H. L-son, 53 ára. Sjórekið lik, mjög rotið, svo að andlit var óbekkj-
anlegt. 011 innri liffæri voru einnig svo rotin, að ekki var unnt að úrskurða um
dánarorsök.
14. 25. mai J. B-son, 45 ára. Andaðist skyndilega á gangi, er hann var á ferða-
lagi uppi í sveit. Við krufningu fannst alger lokun á vinstri kransæð hjartans,
sem virtist hafa stiflazt skyndilega.
15. 2. júni. Ó. J-son, 24 ára, fórst í flugvél. Við krufningu fannst kúpubrot, ásamt
mari á heila, þverbrot á hægra lærlegg og margir smærri áverkar á útlimum.
A. subclavia var rifin frá meginliryggæð. í blóði fannst sáralitil aukning á alkó-
hóli (0,09%„).
16. 2. júní. S. N-son, 23 ára. Fórst í einkaflugvél með áður nefndum. Við krufn-
ingu fannst meginhryggæð sprungin, enn fremur brot á mjaðmargrind, fram-
handlegg og kúpubotni. Alkóhól í blóði var lítið eitt aukið (0,34%„).
17. 3. júní. H. E-son. 37 ára. Fannst hengdur í húsi. Hafði verið þunglyndur
undanfarið. Sjálfsmorð.
18. 21. júlí. G. J-dóttir, 64 ára. Hneig skyndilega niður á götu í Rvík og and-
aðist innan stundar. Við krufningu fannst stækkað hjarta (480 g) og bæði
nýru skorpin (120 g hvort). Við smásjárrannsókn fannst kölkun í nýrna-
hnyklum og lélegur hjartavöðvi. Hækkaður blóðþrýstingur hefur valdið skyndi-
legri uppgjöf hjartans, sem var lélegt fyrir.
19. 28. júlí. K. J-son, 33 ára. Fannst látinn á gólfinu heima hjá sér i reykjar-
stibbu. Hafði kviknað frá sígarettu í dýnu svefnsófans, er hann svaf á, og
sviðnað tróðið með miklum reyk. Við likskoðun og krufningu fannst mikið
sót á líkinu og mörg brunasár, sem hlotizt höfðu í lifanda lífi, einkum á
höndum og fótum. Kolsýrlingur fannst í blóðinu. Kolsýrlingseitrunin hefur
orðið svo mikil, að hún hefur leitt til meðvitundarleysis, áður en maðurinn
hefur vaknað af brunasárunum.
20. 30. júlí A. D. S-son, 36 ára. Fannst látinn á tröppunum heima hjá sér. Hafði
verið drykkfelldur. Við krufningu fannst mikil blæðing í heilabúi frá heil-
anum, sem hafði marizt mikið vinstra megin. Einnig fundust sprungur í
lifur og milti. Enn fremur fannst blæðing framan til á hálsinum. Áverk-
arnir i heila og innri líffærunum gætu stafað af falli, ef maðurinn hefur
rekizt á, er hann féll niður tröppurnar, en áverkinn á hálsinum gæti stafað
af þvi, að tekið hafi verið fyrir kverkar honum. Eftir líkamshitanum að
dæma er sennilegt, að maðurinn hafi látizt kl. 2—3 um nóttina.
21. 11. ágúst. I. F-dóttir, 4 ára. Var að leika sér ineð öðrum börnum uppi á
braggaþaki og gat þar náð í rafmagnsvír. Datt niður og kastaði upp og fannst
látin á þakinu rétt á eftir. Við krufningu fundust engin merki um rafmagns-
bruna, sérstaklega ekki á höndum né fótum. Engin einkenni um sjxíkdóm.
Dauði af rafmagnsstraum með sérstaklega góðum leiðsluskilyrðum (votir leður-
skór og blautt járnþak).
22. 5. september. D. G. W-son, 2 ára. Varð fyrir bíl í Rvík og dó svo að segja
samstundis. Við krufningu fannst mikið brot á kúpubotni, blæðingar í heiía
og stór sprunga í lifur, sem vaidið hafði mikilli blæðingu i kviðarholinu.
23. 8. september. S. Þ-dóttir, 60 ára. Fannst liggjandi á Hafnarfjarðarvegi 1.
september. Var haldið, að hún hefði orðið fyrir bíl. Var flutt á Landsspitaiann,
en kom aldrei til meðvitundar, unz hún lézt 6. september. Við komuna i sjúkra-
húsið fundust brot á vinstra fótlegg og vinstra viðbeini. Við krufningu fannst
brot á kúpubotni og blæðing út frá því, enn fremur allstór blæðing framan og
vinstra megin i lieilanum. Mörg rif voru brotin og mikið mar aftan á vinstra
handlegg. Eftir áverkanum að dæma er sennilegast, að bíll hafi skollið á kon-
una og lent aftanvert á vinstri hlið hennar.
24. 16. september. P. E-son, 20 ára. Var í bíl, sem livolfdi, og andaðist maðurinn
rúmum sólarliring eftir slysið. Við krufningu fannst stór rifa á þindinni vinstra
megin, og hafði allur maginn og töluvert af görnum farið þar i gegnum brjóst-
holið og þrýst þar að vinstra lunga og hjarta. Hægra lunga var útþanið. Enn
fremur fannst brot á 2. lendalið og blæðing þaðan inn á mænubast, brot
á tveim rifjum og viðbeini. Aðaldauðaorsökin köfnun vegna öndunarerfiðleika.
25. 9. október. S. Ó-dóttir, 71 árs. Datt skyndilega, þar sem hún var á gangi á
götu i Rvik. Var ekið í sjúkrahús, en andaðist á leiðinni. Við krufningu