Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 52
50
0— 7 ára: 869 þar af jákvæð 55 eða 6,3 %
7—14 —: 6328 — 641 — 10,1 —
14—20 —: 3245 — 756 — 23,3 —
Yfir 20 —: 725 — — — 354 — 48,8 —
Skýrsla berklayfirlæknis 1947.
Árið 1947 voru framkvæmdar berklarannsóknir (röntgenrann-
sóknir) í 17 læknishéruðum. Voru alls rannsakaðir 16346 manns, á
6 heilsuverndarstöðvuin 14220, aðallega úr 7 læknishéruðum (Hafn-
arfjarðarhérað fylgir enn sem komið er heilsuverndarstöðinni í
Reykjavík), en með ferðaröntgentækjum 2126 úr 11 læknishéruðum.
Fjöldi rannsóknanna er hins vegar langtum meiri, þar eð margir komu
oftar en einu sinni tii rannsóknar. Námu þær á árinu 25498. Árangur
rannsókna heilsuverndarstöðvanna verður greindur síðar (sbr. bls.
125). Af 2126, sem rannsakaðir voru með ferðaröntgentæki, voru 19,
eða 0,9%, taldir hafa virka berklaveiki. 6 þeirra, eða ‘2,8%0, voru áður
óþekktir. Heildarrannsóknir voru engar gerðar á þessu ári. I Húsa-
víkur- og Ólafsvíkurhéruðum var þó rannsakað margt manna (Húsa-
vík 387 og Ólafsvík 464), en fólk var hér yfirleitt valið til rannsókn-
anna á sama hátt og áður hefur tíðkazt (sjá Heilbrigðisskýrslur
1939—1940). Haustið 1945 hóf Berklavarnarstöðin í Reykjavík bólu-
setningu gegn berklaveiki (BCG vaccination). Var bóluefnið fengið frá
Serumstofnuninni í Kaupmannahöfn. Árin 1945 og 1946 voru þó fáir
bólusettir og fóllc vandlega valið í þessu slcyni (börn og unglingar á
berklaheimilum, hjúkrunarnemar og læknanemar). Á þessu ári hefur
bólusetningin aukizt til muna, og voru alls 894 manns, einkum hörn
og unglingar, bólusett á Berklavarnarstöðinni í Reykjavík. Er nú stefnt
að því að auka þessar aðgerðir til muna. Jón Eiriksson læknir gegndi
áfram aðstoðarlæknisstarfi hjá berklayfirlækni á þessu ári. Síðara
helming þessa árs dvaldist berldayfirlæknir erlendis. Annaðist Berkla-
varnarstöðin í Reykjavík (læknar: ÓIi P. Hjaltested, Jón Eiríksson og
ólafur Geirsson) berldayfirlæknisstarfið í fjarveru hans.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hafnarfj. 2 börn dóu úr meningitis tbc. Berldaskýrslur samdar í sam-
ráði við lækna Vífilsstaðahælisins og lækna Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur.
Akranes. Á árinu eru skráðir 4 nýir sjúklingar. 2 þeirra eru að-
fluttir. Hinn þriðji barn í sama húsi (sömu íbúð) og annar þeirra.
Hinn fjórði 18 ára piltur á heilbrigðu heimili.
Kleppjárnsreykja. Engin ný tilfelli skráð, síðan ég kom hingað í
héraðið. Aðstoðarmaður berklayfirlæknis kemur hingað á hverju
hausti með gegnlýsingartæki og athugar alla nemendur við alþýðu-
skólann í Reykholti, Hvanneyrarskólann og húsmæðraskólann að
Varmalandi og einnig aðra, cf ástæða þykir til. Ekkert athugavert
fannst.
Ólafsvíkur. 1 nýr berklasjúklingur í maí. Fjöldaskoðun í júní lciddi
í ljós 3 nýja sjúklinga. 1 eldri sjúklingur skráður á ný.
Búðardals. Engir nýir sjúklingar skráðir á árinu. Öll börn voru