Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 100
98
um getnaðarvarnir. Fósturlát ekkert á árinu, að því er læknir veit
bezt. Aðeins örfáir hafa leitað ráða viðvíkjandi takmörkunum barn-
eigna, en helzt eru það þeir menn, sem mest hafa átt af börnum,
einkum á Raufarhöfn, þar sem barnkoma er mest og afkoma fólksins
lélegust.
Þórshafnav. Vitjað 16 sinnum til sængurkvenna. Fengu allar lítils
háttar deyfingu, 4 þeirra pitúitrín vegna sóttleysis.
Vopnfj. Kona fæddi fyrri tvíbura sjálfkrafa, en gera varð vendingu
og framdrátt á síðara tvíbura. Aðrar aðgerðir: Lítils háttar deyfing,
injectio pituitrini, fylgju þrýst út o. s. frv.
Egilsstaða. Engin kona dó af barnsförum á árinu. 2 börn fæddust
andvana. Annað var hjá fjölbyrju með placenta praevia marginalis, og
fæddi hún andvana ófullburða barn. í hinu tilfellinu var um að ræða fjöl-
byrju, sem fæddi í 4. sinn. Hún á 2 börn á lifi, og þær fæðingar gengu
misfellulaust. Fyrir 2 árum fæddi hún andvana barn og fékk þá í fæð-
ingu hita á 41.°, sem féll þó fljótt niður eftir fæðingu. Nú kom læknir,
skömmu eftir að sótt byrjaði, og virtist þá allt með eðlilegum hætti.
Var svo beðið í rúmlega dægur, en þrátt fyrir góða sótt og rétta legu
fóstursins, gekk ekkert. Höfuð skorðaðist ekki, en konan var komin
með 39,7° hita. Þótti þá ekki fært að bíða lengur. Var gerð vending
og framdráttur, og geklc nii allt að óskum, þar til höfuðið var eitt eftir.
Það hafði aldrei skorðazt, var órnótað og óvenjulega stórt, og gekk
erfiðlega að ná því. Þrátt fyrir átök, fyrst mín og síðan sterkara manns,
tókst ekki fyrr en eftir æði tíma að ná höfðinu, og ekki tókst að fá
líf í barnið. Hiti féll á 1. dægri hjá Iconunni, og heilsaðst henni vel.
í eitt skipti var tvíburafæðing hjá frumbyrju. Var hendi ýtt upp í
svæfingu og síðari tvíburinn dreginn fram eftir vendingu á fæti. Einii
sinni var fylgja Iosuð a. m. Credé. I hin skiptin var ekkert sérstakt að,
en Iæknis vitjað til halds og trausts. Ljósmæður geta engra fósturláta
á árinu, og lækna var aldrei leitað í sambandi við neitt slíkt.
Bakkagerðis. Var sóttur í febrúar 1947 til konu, sem þunguð var á
3. mánuði og hafði talsverðar blæðingar. Ivonuna tók ég á sjúkrahúsið.
Bar eftir það aldrei á blæðingu, og fæðing fór eðlilega fram.
Segðisfj. Læknir þurfti þrisvar að vera viðstaddur fæðingar. 1) 25
ára primipara — ljósmóðirin. Fæðing hafði staðið yfir í 2 sólarhringa,
án þess að nokkuð gengi; engin sótt, þrátt fyrir pitúitríngjöf. Forceps.
Barnið kom andvana. 2) 30 ára multipara með hríðaleysi. Inj. pitui-
trini. 3) 40 ára multipara. Sitjandafæðing. Læknir sóttur, þegar bolur
var fæddur, en höfuð sat fast. Án þess að þvo hendur var tafarlaust
dregið fram höfuðið. Barnið dó í fæðingunni, en konunni heilsaðist
vel, þrátt fyrir vöntun á antiseptík. 2 konur misstu fóstur á 2. og 3.
mánuði. Aldrei minnzt á abortus provocatus.
Nes. Oftast vitjað læknis vegna óskar um deyfingu. Nokkrum sinn-
um þurfti að herða sótt. Læknir sat yfir einni konu, vegna þess að
ljósmóðirin var teppt hjá annari, primipara, sem hafði veikzt fyrir 2
sólarhringum. Sótt hafði alltaf verið hörð. Við athugun kom í Ijós, að
barnið var í framhöfuðstöðu, og ástandið að öðru leyti þannig, að
ekki var eftir neinu að bíða. Barnið var því tekið með töng. Placenta
sótt með hendi vegna fossblæðingar undir eins á eftir. Barni og konu