Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 233
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1949.
1/1949.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 11. maí 1949,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp í bæjarþingi Reykjavíkur s. d.,
óskað umsagnar læknaráðs í málinu: S. G-son gegn Rafmagnseftir-
liti ríkisins.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 19. nóv. 1946, kl. 8% árdegis, varð S. G-son, B-vegi 39 í Reykja-
vílt, f. 21. maí 1884, fyrir slysi á gatnamótum Suðurlandsbrautar og
Langholtsvegar með þeim hætti, að jeppabifreið, eign Rafmagnseftir-
lits ríkisins, sem var á leið austur Suðurlandsbraut, ók á hann með
þeim afleiðingum, að hann féll við endilangur á hægri hlið. Við fallið
kveðst hann ekki hafa misst meðvitund og getað staðið á fætur, en
verið mjög ringlaður og dofinn. Kveðst hann hafa haldið, að hann
hefði ekki meitt sig mikið og farið á vinnustað sinn með bíl þeim, sem
átti að sækja hann til vinnunnar og bar þarna að í sama mund og
slysið vildi til, en stirðnað allur upp, þegar hann ætlaði að fara að
vinna, og elcki getað hreyft sig. Var honum þá ekið heim til sín. Sam-
kvæmt læknisvottorði starfandi læknis í Reykjavík, sérfræðings í
handlækningum, 18.(?) des. s. á. var stefnandi daginn eftir slysið
„víða marinn um líkamann“ og hafði „fengið einnig snert af heilahrist-
ing. Contusio sést [á] reg. humeri dext.“ Eftir slysið lá stefnandi rúm-
fastur heirna í 2(3) vikur og gat sig lítið hreyft vegna svima og höfuð-
þrauta. 18. (?) des. hefur stefnandi, samkvæmt áður nefndu læknis-
vottorði, „enn þrautir víða urn líkamann og aðkenningu af svima“, en
„er á góðum batavegi“. 26. jan. 1947 vottar sami læknir, að stefnandi
hafi „enn ekki náð sér“ eftir meiðslið, „svimi og höfuðverkur er enn
alláberandi“ og hann „allmjög titrandi enn þá. Þetta gerir að verkum,
að sjúkl. er enn að mestu óvinnufær.“ í febrúar og þangað til 25.
marz s. á. er stefnandi undir læknishendi (baðlækningar). I apríl s. á.
fékk hann lungnabólgu og lá í Sólheimasjúkrahúsi frá 26. apríl til 14.
maí „bæði vegna lungnabólgunnar og heilahristingsins". Samkvæmt
vottorði taugasjúkdómalæknis 4. júní s. á. upplýsir stefnandi, „að
hann hafi verið hraustur og stundað sína vinnu“, áður en hann varð
fyrir slysinu, en síðan hefur hann „kennt höfuðverkjar, svima, lík-
amlegrar og andlegrar þreytu, einnig hefir hann verki í liðamótum
og stirðleika í líkamanum, allar hreyfingar finnist honum stirðar og