Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 141
139
Þingeyrar. Fatnaður er yfirleitt góður. íslenzk nærföt aðallega not-
uð af börnum og gamalmennum. Matarræði er í ágætu lagi, og flestir
lifa vel í mat. Kartöflugarðar og rófugarðar mjög víða. Fáir rækta
annað grænmeti, og er þess lítið neytt. Annars er aðalmatur fiskur,
nýr eða hraðfrystur, og kjöt. Matreiðslunámskeið var haldið á Þing-
eyri í febrúar—marz á vegum Kvenfélagasambands íslands. Þátt-
taka var mikil og ánægja með námskeiðið.
Flateijrar. Fatnaður og matargerð hvort tveggja með svipuðum
hætti og verið hefur, yfirleitt myndarlegt. Kvenfélögin halda uppi
námskeiðum árlega i fatasaumi, bæði í Súgandafirði og á Flateyri.
Er mæðrum að þessu rnikill styrkur, og munu þær vel flestar sauma
allan fatnað á hörn sín með þessari aðstoð. Nýmetisneyzla er mikil,
og ræktun garðávaxta fer vaxandi. Oft er skortur á mjólk i þorpunum,
einkum Suðureyri.
Ögur. Mataræði fer batnandi með bættri afkomu, en þó mun enn
vera keyptur fiskur frá ísafirði, og er hann oft nær óhæfur til matar,
þegar hann er kominn til kaupendanna, þvi að færri stunda nú fisk-
veiðar með búskapnum.
Hólmavíkur. Virðist mér líkt og gengur og gerist. Lýsisgjafir eru
almennar orðnar og í sjávarþorpunum nóg um nýtt fiskmeti, hrogn
og lifur vetrarmánuðina.
Blönduós. F'atnaður og matargerð verður að teljast í góðu lagi,
eftir því sem um er að ræða í landi þessu.
Sauðárkróks. Fatnaður fólks er yfirleitt hlýr og þokkalegur, en
kvenfóllti mun hætta til að vera of léttklætt að vetrinum. Það ber tals-
vert á kvörtunum yfir því hjá fólki, að það fái ekki út á skömmtunar-
seðla vefnaðarvöru, en flestir munu þó hafa verið svo vel fataðir, að
ekki hefur komið að sök enn þá. Sennilega skortir mest að geta haldið
við rúmfatnaði. Þegar vefnaðarvara eða skófatnaður kemur í verzl-
anir, er þar þröng mikil og þarf harðfylgi til að geta eitthvað fengið.
Heita má, að alltaf sé hægt að fá hér í kaupstaðnum nóg af nýjurn
fiski og öðru nýmeti, og mjólk er alltaf nægileg. í sveitinni er örð-
ugra um öflun nýmetis, en mjólkurbilarnir flytja þó mikið af þvi,
þar sem þeirra nýtur við. Garðamat rækta menn mikið sjálfir, og sums
staðar hafa menn haft heila rófuakra og selt burt úr héraðinu gul-
rófur í stórum stíl. Mikið er um gróðurhús og mest ræktaðir tómatar,
en dýrir þykja þeir.
Ólafsfí. Vefnaðarnámskeið var haldið á vegum kvenfélagsins. Fólk
heldur sig orðið vel í mat, sem kallað er.
Dalvikur. Kaupfélagið lét byggja sérstaka matvælageymslu með
490 geymsluhólfum, og einnig hefur það kjötbúð í smíðum.
Grenivíkur. Engar breytingar.
Vopnafí. Mjög hefur gengið illa að fá álnavöru og fatnað út á
skömmtunarmiða. Ef svo gengur áfram, hlýtur það að valda tilfinn-
anlegum fataskorti og vandræðum.
Egilsstaða. Fatnaður svipaður og gengur um land allt. Snyrti-
mennska í klæðaburði i framför. Mjólk alls staðar næg. Kartöflurækt
almenn og víða ræktaðar gulrófur og kálmeti. Lýsisgjöf nokkuð al-
menn til barna.