Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 230
228
slíkan faraldur í Noregi (1135). Mikið á að hafa kveðið að hundaæði
á Frakklandi árið 1271 og á Spáni 1500. Til er iýsing á hundaæðisfar-
aldri í hundum í Rínarlönduin og á Saxlandi 1634. í byrjun 18. aldar
breiddist faraldur sóttarinnar út um allan meginhluta Norðurálfu.
Hófst faraldur þessi á Ítalíu 1708, barst til Þýzkalands og Frakklands
1719 og til Bretlands 1734. Talið er, að sóttarveiran í þessum Norður-
álfufaraldri hafi aðallega haldizt við í úlfum, og að minnsta kosti var
reyndin sú, að flest fólk, sem sýktist í faraldrinum, hafði áður verið
bitið af óðum úlfum. Þessi faraldur mun ekki hafa náð til Norðurlanda
(þ. e. Danmerkur, Noregs og Sviþjóðar), og beið það ársins 1815, að
hundaæði gerði vart við sig í Danmörku og Noregi, cn ársins 1824, að
að það bærist til Svíþjóðar. í sambandi við frásögnina af hundaæðis-
faraldrinum í Austfjörðum, sem á að hafa komið þar upp fyrir við-
skipti við brezka skipverja og svo skæður reyndist nautgripum, er
sérstaklega athyglisvert, að 1757 hrynja nautgripir á Bretlandi niður
úr hundaæði, og um líkt leyti sem sótt þessi á að hafa borizt hingað,
berst hún í fyrsta skipti vestur um haf til Norður-Ameríku (1768)
og þá sennilegast frá Bretlandi.
Miðað við það, sem kunnugt er um viðskipti Islendinga við „þjóðir“
hér við land á öllum tímum, Breta sem aðra, hversu titt það hefur
jafnan verið, að erlendir fiskimenn og farmenn hefðu hunda í skipum
sinum, svo og með tilliti til þess, sem vitað er um meðgöngutíma
hundaæðis, er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu, að sóttin hefði getað
borizt hingað til lands, ekki lengri leið en yfir hafið frá Bretlandi, eða
hverju öðru landi, sem hingað gerði út skip sín. Og þegar nú borið
hefur verið saman, vegið og metið annars vegar það, sem mælir gegn
því, og hins vegar það, sem mælir með því, að þetta hafi gerzt í aðal-
atriðum eins og frá er sagt, mun læplega fá staðizt að telja hið siðara
miður líklegt. Að öllu athuguðu mundi e. t. v. eins vel hæfa að snúa
því við, sem hér að framan var látið i veðri vaka um líklegt eðli um-
ræddrar frásagnar, að hún væri meira eða minna vísvitandi tilbúin
hindurvitnasaga, krydduð raunsærri lýsingu á aðförum óvenjulega
skæðs hundaæðisfaraldurs, sem þó hefði engan stað átt sér í veruleika,
og gizka á, að greint sé frá sannsögulegum atburðum, en hindurvitnin,
sem frásögnin er menguð, séu ekki annað en vitnisburður um hina sí-
gildu og þjóðlegu viðleitni frumstæðrar alþýðu að skýra fyrir sér or-
sakir voveiflegra hluta. Er reyndar fullt eins líklegt, að uppruni frá-
sagnarinnar samkvæmt siðari tilgátunni komi betur heim við tíðar-
anda, þegar atburðir þessir eiga að hafa gerzt og frásögnin um þá var
færð í letur. Allt fyrir það er ekki loku fyrir skotið, að lýsingin á að-
förum sóttarinnar hér sé að einhverju leyti stílfærð í samræmi við
meiri eða minni þekkingu á háttum hundaæðis erlendis.
Lengra en að þessum líkindum fyrir sannindum þess, er segir í ann-
ál séra Halldórs Gíslasonar um hundaæðisfaraldur í Austfjörðum
1765—1766, virðist ekki verða komizt með þeim gögnum, sem til þessa
hafa verið kunn og gerð er grein fyrir hér að framan. Til þess að gera
faraldurinn að órækri sögulegri staðreynd er vant annarra og enn tví-
mælalausari samtímaheimilda en unnt er að telja annál séra Halldórs