Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 136
134
og lóðir hefur hrakað og eitthvað dregið úr smekk fólks fyrir snyrti-
legri umgengni utan húss. Innan húss finnst mér þrifnaður í lang-
flestum tilfellum í mjög góðu lagi. Böð eru í 5 húsum á Þingeyri.
Flateyrar. Húsakynni fara batnandi ár frá ári. Alltaf er reist eitt-
hvað af nýjum húsum, sem eru stærri og betri en áður gerðist, og
gömlu húsin eru endurbætt. En enn þá eru til kofar, einkum í sveit-
inni, sérstaklega á jörðum í opinberri eign, sem ekki geta talizt
mannabústaðir. Þrifnaður er víðast hvar ágætur, bæði innan húss
og utan. Hefur mikil breyting orðið á til bóta utan húss í þorpunum
seinni árin, einkum á Suðureyri. Munu beinamjölsverksmiðjur hrað-
frystihúsanna eiga drjúgan þátt í því.
Boliingarvikur. Getið var þess í síðustu ársskýrslu, að 6 verkamanna-
bústaðir væru í smíðum í 3 húsum. 5 þeirra voru teknar til íbúðar
fyrir árslok, en þó ekki fullgerðir. Verða þessar íbúðir fullbúnar á
næsta vori. 2 önnur íveruhús eru í smíðum.
ísafi. Árlega bætast við nýjar íbúðir í bænum, en fólksfjöldinn
stendur í stað. Það mætti því ætla, að húsnæðisvandræðin leystust
brátt, en ekki er þvi að heilsa, því að enn býr fjöldi fólks í heilsu-
spillandi húsnæði, en von er til, að úr þessu rætist nokkuð, þegar
12 íbúðir, sem bærinn á nú í smíðum, komast upp.
Ögur. Viðhald húsa og húsakynni almennt í góðu lagi. Þrifnaður
góður, þegar lúsin er undan skilin.
Hólmavíkur. Á Hólmavík var 1 steinsteypuhús byggt á árinu og
annað í smíðum. Noltkur íbúðarhús reist í sveitum, en þar sem víðar
neyðist fólk til að flytjast í þau, áður en lokið er byggingu þeirra, en
svo vill það dragast á Ianginn, að gengið sé frá húsunum, svo að vel
sé. Þrifnaður utan húss og innan mun vera allmisjafn, en víðast í
sæmilegu lagi. Hér á Hólmavík var enn einu sinni reynd herferð gegn
lúsinni og stofnað til eins konar lúsaeyðingarviku. Allir forráðamenn
skólabarna fengu skriflega áskorun frá héraðslækni um að aflúsa
börn sín og heimilisfólk ákveðinn laugardag. Flestir foreldranna
(%) sinntu áskoruninni og sóttu lúsalyf (DDT-spritt), sem þeir fengu
við vægu verði, þar sem sjúkrasamlagið fékkst til að greiða %
kostnaðarins. Við eftirlit á skólabörnum virtist árangur góður, a. m.
k. í bili, og ekki hefur verið kvartað undan lúsinni eftir það, en
allmikið bar áður á óánægju foreldra barnanna út af lúsasmitun
barna sinna í skólanum. í barnaskólanum á Drangsnesi framkvæmdi
skólastjórinn svipaða aflúsunarherferð.
Hvammstanga. Um langt skeið hefur ekki verið byggt jafn mikið
og í ár, ef til vill aldrei fyrr. Um 14 íbúðarhús hafa verið reist eða
byrjuð í héraðinu á árinu, ault allmikilla útihúsabygginga. Þrifn-
aður fer áreiðanlega batnandi, þó að sums staðar sé ábótavant í því
efni enn þá. Vinnu við lagningu skolpveitu á Hvammstanga var haldið
áfram.
Blönduós. Mikið af nýjum íbúðarhúsum reist, svo að varla hefur
verið byggt hér svo mikið, síðan saga kauptúnsins hófst. Húsakynni
fara batnandi, og er allmikið reist af nýjum íbúðarhúsum, einkum í
Höfðakaupstað, en einnig í sveitunum. Á Blönduósi munu aldrei hafa
verið reist jafnmörg íbúðarhús á einu ári sem nú, enda þótt fólki