Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 96
94
örugglega. Eftii'blæðing var þó nokkur, en stöðvaðist þó fljótt við
ergometrín. Það tyf verkar miklu fljótar og betur en pitúitrín, hvað
þá extr. fl. sec. corn., sem nú ætti að heita forngripur. Fylgja föst
einu sinni, cn náðist fram með Credé’s handtaki. I tvö skipti var
læknir viðstaddur fæðingar vegna þess, að ljósmóðir var ekki í við-
komandi umdæmi. Hafði Ijósmóðirin, sem því gegndi, sagt því lausu
og var fiutt í annað hérað. Barnsfararsótt engin. Fósturlát ekkert,
svo að vitað sé.
Flategrar. í flestum tilfellum viðstaddur fæðingar vegna svæfingar
eingöngu, en saumaði spangarsprungur, ef fyrir komu, enda þótt litil-
fjörlegar væru. Fæðingarnar gengu yfirleitt vel, konurnar lifðu allar
og börnin. En sem afbrigðis má geta fjölbyrju í Súgandafirði, sem
fæddi eðlilega hraust barn, en fylgja var föst, og blæddi þegar mikið.
Hringt var þegar og i mig náð í skrifstofu kaupfélagsins hér. Ég á
engan bíl, því að innflutningsyfirvöldin telja, að ég hafi hans enga
þörf; hef ég því orðið að ganga á milli manna og oft lengi til þess að
fá einhvern farlcost. En að þessu sinni var ég svo heppinn, að lcaup-
félagsstjórinn var þarna staddur með jeppa. Hentumst við inn í bíl-
inn, fyrst heixn til min eflir tösku rninni og síðan í Súgandafjörð
á 45 mínútna hættulegum akstri í þoku. Þegar komið var til kon-
unnar, blædai henni stöðugt, og var hún hætt komin. Vel tókst að ná
fylgjunni og stöðva blæðinguna, en það kostaði margra klukkustunda
erfiði með saltvatnsgjöfum, stimulantia, útlimavafningum o. fl. að
rétta við konuna. Hún fékk lágan hita nokkra daga, en lá lengi sum-
ars vegna blóðleysis og hjartabilunar. Um haustið varð hún þó þunguð
á ný, en var ekki treyst til að ganga með fóstur, og var abortus
provocatus gerður á ísafirði. Þótt fæðingar gengju flestar vel, var
meðganga sumra þessara kvenna allerfið. 34 ára multipara fékk
endurteknar blæðingar á 8. mánuði meðgöngutímans, og fóru þær vax-
andi. Reyndist placenta praevia. Var flutt til ísafjarðar og þar gerður
keisaraskurður. 24 ára primipara fékk prae-eclampsia seinna hluta
meðgöngutímans. í fyrstu virtist konservativ meðferð ætla að duga, en
í lok 8. mánaðarins fór ástandið hraðversnandi. Á fáum dögum var
þrýstingur kominn upp í 205/135, púls 110, Esbach 6 og' oligouria
(500 sm3 á sólarhring). Konan var lögð inn á spítala og fæddi skötnmu
síðar áfallalaust. Önnur kona, multipara, fékk einnig meðgöngu-
eitrun, en lyflækning dugði. 27 ára multipara með hypertonia
essentialis fékk dilatatio cordis acuta um miðjan meðgöngutíma og
var hætt lcomin. Lá hún lengi, en batnaði og fæddi eðlilega. Nokkuð
bar á hyperemesis gravidarum; sumum tilfellunum fylgdi eggjahvíta
í þvagi. Batnaði einna bezt við B-complex. Multipara fékk 14 sinnum
áköf pyelitisköst um meðgöngutímann í ofanálag á veiklað hjarta eftir
benzíngaseitrun á síðast liðnum vetri. Fæddi hraust barn í sumar.
Fór til Reykjavíkur til lækninga vegna nýrnasteina. Þeir fundust og
einnig gallblöðrusteinar, en hún revndist þunguð á ný og var send
heim með sína steina og þjáist nxi áfram. Ljósmæður geta ekki fóstur-
láta, og mun ekkert hafa orðið á þessu ári. Óskað var eftir fóstureyð-
inguin nokkruin sinnum, en alltaf synjað nema einu sinni, sbr. hið
framansagða.