Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 82
80
105. Melaskóli (979): Asthma 1, beinkröm 125, blóðleysi 33, eitla-
bólga (mikil) 1, eitlabólga (smávægileg) 315, eitlingaauki 53, eczema
3, heyrnardeyfa 7, hryggskekkja 52, kviðslit (nára- og nafla) 31,
málgallar 4, sjóngallar 118. Miðbæ j arbarnaskóli (992): Asthma
1, beinkröm 95, eitlabólga (smávægileg) 251, eitlingaauki 46, eczema
7, heyrnardeyfa 13, hryggskekkja 44, kviðslit (nára- og nafla) 28,
málgallar 2, sjóngallar 127. Mýrarhúsaskóli (93): Beinkröm 2,
eitlabólga 1, eitlingaauki 14, hryggskekkja 2, sjóngallar 3.
Hafnarfi. (562). Tannskemmdir eru nokkuð algengar, ca. þriðja
hvert barn með skemmdar tennur. Nit fannst í nokkrum börnum. ÖIl
skólabörnin, nemendur Flensborgarskólans og Iðnskólans voru
berklaprófuð og hin jákvæðu gegnlýst af staðgöngumanni berklayfir-
læknis. Kom ekkert í Ijós við þá skoðun, sem ekki var vitað áður.
Akranes (391). Lúsin lifir áfram og þá einkum á vissum heimilum.
Að fleiri tilfelli eru talin nú en í fyrra stafar af því, að nú er betur
talið fram. Hjúkrunarkona bæjarins hefur heilbrigðiseftirlit í skól-
anum, og er fai’ið eftir því, sem hún hefur fundið fyrr og siðar að
haustinu. Þrátt fyrir starf hennar eru nokkur — að vísu fá — heimili,
þar sem ekki hefur tekizt að útrýma lúsinni. Scoliosis 42, anaemia
(vottur) 8, eitlaþroti á hálsi 58, hypertrophia tons. 86, sjóngallar á
öðru auga eða báðum augum 46, heyrnargallar (á öðru eyra) 6,
strabismus 4, blepharoconjunctivitis 6, eineygð 2, greinileg rachitis-
merki 2, eczema 3, nervosismus 1, poliomyelitidis sequelae 1, nanus
1, megurð og framfaraleysi 2, morbus cordis 1, kyphosis 1.
Iíleppjárnsreykja. (79). Anaemia 1, defectio visus 2, dystrophia
adiposo-genitalis 1, adenitis colli (non tb.) 17, strabismus convergens
1, hypertrophia tonsillaris 11, urticaria 1.
Stijkkishólms (181). Enga alvarlega sjúkdóma gat ég fundið í
nokkru barnanna, en ýmsa algenga kvilla, svo sem eitlaþrota, tann-
skemmdir, lús og nit.
Búðardals (101). Kokeitlaauki 15, citlaþroti á hálsi 3, myopia 2,
corpus alienum corneae oculi 1, angina tonsillaris 1, strabismus 2,
pyelitis 1, scoliosis 2.
Reykhóla (30). Aðrir kvillar en tannskemmdirnar ekki áberandi,
og engu barni visað frá skóla. Lús hef ég orðið blessunarlega lítið
var við.
Bildudals (65). Börnin yfirleitt vel hraust og litu vel út. Þessir
kvillar fundust: Hypertrophia tonsillaris 14, scoliosis levi gr. 2.,
myopia 2, anaemia 2, pes planus 1, blepliaritis et conjunctivitis 1-
Þingeijrar (67). Helztu kvillar: Adenitis colli simplex 23, hyper-
trophia tonsillarum 6, scoliosis 1. gr. 6, sjóngallar 15, blepharitis 1,
pectus carinatum 1. Athyglisvert má það heita, að í einum barna-
skólanum reyndist aðeins 1 barn vera með nit, en árið áður 12. Hafa
börnin bersýnilega verið betur þrifin fyrir þessa skoðun en hina fyrri.
Heldur virðist því lúsin hafa minnkað, en ef til vill nær þessi fram-
för aðeins til skoðunardags. DDT var borið í höfuð allra barna í 2
skólum. Frekast held ég, að gamalmenni, sem ekki má snerta, haldi
lúsinni við. Annars er fólki nú auðveldara að útrýma lúsinni, því að
það getur keypt lúsalyfin undir nafni flugnaeiturs og þannig komizt