Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 55
53
Ögur. 1 tilfelli skráð á árinu, 57 ára karlmaður, er fékk pleuritis
exsudativa tbc., en náði sér brátt. Dvaldist heima. Öll skólabörn og
unglingar voru berklaprófuð.
Hesteyrar. Berklar eru engir orðnir í héraðinu.
Hólmavíkur. Enginn nýr sjúklingur skráður. Endurskráð var tví-
tug stúlka, sem fór til Reykjavíkur í septembermánuði til eftirlits.
Heyndist þá smitandi og fór á Vífilsstaði. Á heimili því, sem hún
dvaldist hér, voru 5 börn, öll ung. Þau voru berklaprófuð, og reynd-
ust öll Moro -t-. Barnaskólabörnin á Hólmavík, 50 að tölu, voru
berklaprófuð í byrjun skólaárs, og reyndust 6 þeirra Moro +. Vitað
var, að 4 af þeim voru -)- árið áður, en 2 höfðu ekki verið prófuð
fyrr og því ekki vitað, hvort um nýsmitun væri að ræða. Öll þessi
börn virtust hraust.
Hvammstanga. Engin ný tilfelli.
Blönduós. Fór rénandi, og virðist ætla að verða mjög lítið úr þeirri
smitun, sem getið er í síðustu ársskýrslu minni, því að öll börnin,
sem reyndust smituð, hafa komizt til góðrar heilsu og verið tekin
af skrá. Á árinu hafa aðeins verið skráðir 2 nýir sjúklingar, annað
ung kona með brjósthimnubólgu, sem batnaði þó á árinu, hitt 18
ára stúlka af berklasmituðu heimili með berkla i mjöðm.
Sauðárkróks. Piltur er skráður með meningitis á mánaðarskrá, en
við postmortal rannsókn á lungnavef, framkvæmda á Rannsóknar-
stofu Háskólans, kom í ljós, að hann hafði haft tbc. miliaris. Þetta
var 16 ára piltur úr Reykjavík, en hann vann við vegavinnu á Öxna-
dalsheiði. Veiktist skyndilega með háan hita og óþægindi í síðu. Var
álitið, að um pleuropneumoni væri að ræða, og fékk hann súlfalyf.
Lækkaði hitinn þá sem snöggvast, en hækkaði undir eins aftur. Var
pilturinn svo fluttur á sjúkrahúsið og gefið pensilín. Það bar heldur
engan árangur. Hiti hélzt hár og stundum nærri því 42 stig. Allmikill
vökvi safnaðist í pleura hægra megin, og var tvisvar tæmt út, og létti
honum við það í bili. Hann hafði síðustu dagana óráð og þyngdi stöð-
ugt. Lézt hann tæpum 12 dögum eftir að hann veiktist. Er þetta hin
mest fulminant tuberculosis, sem ég hef séð. Aðrir létust ekki á ár-
inu úr berldaveiki. Maður frá berklayfirlækni kom í lok október og
rannsakaði nemendur kvennaskólans á Löngumýri, nemendur gagn-
fræðaskólans og iðnskólans á Sauðárkróki, barnakennara, starfslið
nijólkursamlagsins og gistihúsanna og svo fjölda af fólki eftir til-
vísun héraðslæknis, túberkúlín-|- börn og aðra grunaða. Fundu þeir
engin ný berklaveikistilfelli.
Hofsós. Sextug kona fékk opna berkla í lungu. 4 ungbörn, sem voru
í sama húsi, sluppu öll við veikina. Konan var þegar flutt á Krist-
neshæli og er þar enn þá.
Ólafsfj. Enginn nýr berklasjúklingur skráður á árinu, og hefur það
ekki koinið fyrir, síðan byrjað var að halda berklabók í héraðinu, 1933.
Dalvíkur. Af 8 nýskráðum sjúklingum í Hrisey voru 4, sem veikt-
ust fyrst af þrimlasótt, 3 þeirra (börn) fengu hilitis á eftir, en 1
hrjósthimnubólgu, og var það 14 ára drengur. Hef ég aldrei fyrr séð
svo magnaða þrimlasótt. Hinir sjúklingarnir í Hrisey höfðu brjóst-
himnubólgu. Var þar á meðal miðaldra maður, sem grunaður var um