Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 216
214
Bakkagerðis. Hraðfrystihús er í smíðum, og er ráðgert að raflýsa
þorpið frá rafstöð þess. Árlega er unnið að bryggjugerð. Er ætlazt til,
að minna háttar skip geti lagzt við þessa bryggju, þegar hún er full-
gerð. Einnig er unnið að vegagerð að sumrinu með það fyrir augum
að komast í samband við vegakerfi landsins. Þetta munu vera stærstu
liðirnir i framfaramálum Borgarf jarðarhrepps.
Seyðisfi. Ýmis áhugamál á prjónunum hjá bæjarfélaginu og einstak-
lingum. En hömlurnar eru margvíslegar á þessum tínium og því seina-
gangur á framkvæmdum. „Nýsköpunartogari“ kom til bæjarins í des-
embermánuði og byrjaði þá á veiðum. Enn er það óráðin gáta, hvort
hann verður mikill bjargvættur fyrir bæinn cða ekki. Á árinu var bæj-
arbryggjan stækkuð og endurbætt. Rafmagnsmálin eru til athug-
unar í því skyni að auka raforku allverulega, til ljósa, hitunar, suðu
og iðnaðar.
Brciðabólsstaðar. Lokið við smíði brúar á Skaftá nálægt Dalbæjar-
stapa. Bjargar hún 5 heiðarbýlum frá því að leggjast í eyði. Byrjað
var á nýjum vegi suður í Landbrotið, enda var gamli vegurinn ófær
jafnt sumar sem vetur, þó að tekizt hafi að brjótast eftir honum, eins
og ætla má, að gert sé í hernaði i óbyggðum. Nýr vegur lagður hálfa
leið yfir Prestbakkavöll, en þar er oft ófært á vorin. Flugferðir voru
noklcrar um sumarið, en mjög stopular. Mjög fáar nýjar landbúnaðar-
vélar komu á árinu, en bílum fjölgaði nokkuð. Súgþurrkun er komin
á 3 staði, og votheysverkun færist í aukana, en það er reyndar aðeins
illri nauðsyn að þakka. Stofnað var söngfélag á árinu og æfður fjór-
raddaður kórsöngur.
Vestmannaeijja. Bæjarsjóður eignaðist á árinu einn af hinum stærri
nýsköpunartogurum; heitir hann Elliðaey og kom hingað í september.
Binda menn miklar vonir við þessi stórvirku atvinnutæki. Er mikill
hugur í mönnum um ýmsar framkvæmdir. Útgerðarmenn eru að reisa
stórhýsi við bryggjuna í svo nefndri „Friðarhöfn“, og verður þar m. a.
hraðfrystihús. ísfélag Vestmannaeyja h.f. hefur á árinu hafið bygg-
ingu stórhýsis fyrir starfsemi sína, einkum þó hraðfrystingu fisks.
Nokkuð hefur borið á efnisskorti til bygginga, og er þar um kennt
ástandinu í gjaldeyrismálunum. Hefur það tafið mjög allar fram-
kvæmdir, og er ekki sýnilegt annað, ef ekki úr rætist, en að um stöðvun
verði að ræða um skeið á ýmsum framkvæmdum, einkum þó bygg-
ingum.
Selfoss. Talsvert var unnið að hafnarhyggingu í Þorlákshöfn.
Fyrirhugað er, að þar verði um allmikið mannvirki að ræða, og er
þegar búið að vinna fyrir 1—2 milljónir króna. 1 Hveragerði var reist
allstórt frystihús, sem geyma á í grænmeti og halda sem nýju árið um
kring. Allmikið af gróðurhúsum var byggt þarna. Er það nú orðinn
mikill atvinnurekstur og mjög arðvænlegur, að því er virðist. Mjólkur-
bú Flóamanna stækkaði húsakynni sin allmikið. Byggði það meðal
annars stórt hús til að geyma í osta. Kaupfélag Árnesinga lauk bygg-
ingu hins stóra verzlunarhúss síns, og er það nú talið eitthvert hið
fullkomnasta og íburðarmesla verzlunarhús landsins. Ein merkasta
framkvæmdin, sem unnið er að hér á árinu og er á vegum kaupfé-
lagsins, er hitaveita frá Laugardælum til Selfoss. Er vatnið tekið úr