Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 251
249
þessar aðgerðir eru ekki nein gögn frá handlæknisdeild Landsspitaí-
ans né heldur er þeirra getið í fyrr nefndu vottorði aðstoðarlæknis
lyflæknisdeildarinnar, dags. 20. júní 1946).
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að óskað er svars ráðsins við eftir farandi spurningum:
„1. Hvort rekja megi að nokkru eða öllu leyti til slyssins, að gera
varð holskurð á stefnandi og' taka burt legið?
2. Ef svo er, hversu mikla varanlega örorku ætla megi, að stefn-
andi hafi hlotið af slysinu í heild?
3. Verði talið, að ekki megi að neinu leyti rekja það til slyssins, að
taka varð legið úr stefnandi, hversu mikla varanlega örorlcu telja
megi þá, að stefnandi hafi hlotið af slysinu?“
Ályktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Ad 1—2). Holskurðurinn og legnámið verður ekki rakið til afleiðingar
af slysinu, heldur þess, að stefnandi hefur haft vanskapað leg með
þrengslum, sem ollu miklum tíðaverkjum. Slysið á enga sök á mis-
smíðunum á leginu og hafa þau verið meðfædd.
Ad 3). Réttarmáladeild telur, aðallega samkvæmt vottorði héraðs-
læknisins í . .. héraði, að ekki sé uin varanlega örorku að ræða af völd-
um slyssins.
Ályktun réttarináladeildar, dags. 8. nóv., staðfest af forseta sem
álylctun læknaráðs 11. nóv.
Málsúrslit eru enn óorðin.
9/1949.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 22. des. 1949,
óskað í fjórða sinn eftir umsögn læknaráðs varðandi réttarrannsókn
um „ineinta óleyfilega eyðingu fósturs", en um mál þetta hafði lækna-
ráð áður látið dómaranum í té umsagnir sínar með úrskurðum, dags.
23. júní, 5. ágúst og 14. okt. 1949.
Málsatvik eru þau,
sem greinir í fyrr nefndum læknaráðsúrskurðum, að viðbættu því, að
framhaldsrannsókn hefur enn farið fram í málinu og í sambandi við
hana verið lagt fram bréf yfirlæknis handlæknisdeildar Landsspítal-
ans, Guðmundar próf. Thoroddsens, dags. 31. okt. 1949, til hæsta-
réttarlögmanns í Reykjavík, svo hljóðandi:
„Með bréfi, dags. 29. þ. m., óskið þér umsagnar minnar uin atriði í
réttarrannsókninni gagnvart J. lækni S-syni út af grun um íóstureyð-
ingu hjá stúlkunni G. Ó-dóttur á ... og segið, að nefnd stúlka hafi
borið fyrir rannsóknardómaranum í lok rannsóknarinnar í síðastliðn-
um mánuði það, sem hér segir:
„Öðru hvoru voru verkir, dálítið veikir, og voru þeir neðst í kviðar-
holi“, en siðar hafi hún horið í þessu sambandi, að verkirnir hefðu