Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 37
35
hef súlfatromfin í bakhöndinni. Þó vil ég engan veginn fullyrða neitt
um þetta.
Breiðabólsstaðar. 1 sjötug kona veiktist vægt, en veikin vildi taka
sig upp aftur þrátt fyrir áframhaldandi súlfadíazin og natrium bicar-
bonatis. Pensilín var reynt, en án árangurs.
Vestmannaeijja. Mest bar á veikinni upp úr inflúenzu og mislingum,
einkum þó mislingunum í ágústmánuði og septembermánuði. Annars
strjálings tilfelli allt árið. Pensilín hefur verið notað í stórum skömmt-
um með ágætum árangri, þegar súlfalyfin hafa ekki sýnzt ætla að
verka.
Eyrarbakka. Mörg tilfelli allt árið, flest vor og haust sem fylgikvilli
inflúenzu.
Laugarás. Hefur sennilega eitthvað stungið sér niður í kveffaraldr-
mum, einkum í börnum seinna part ársins, en þar sem oftast eru
súlftöflur við höndina og óðara g'ripið til þeirra án læknisráðs eða
nieð læknisráði, ef hiti stígur að ráði og nokkur grunur er eða ótti
urn bólgu, þá er auðvitað ekki hægt að segja með vissu, hvenær sá
grunur kann að vera á rökum reistur.
Keflavikur. Með verra móti framan af árinu, einkum í börnum í
sambandi við mislinga og inflúenzu. 1 barn dó úr veikinni.
2. Um taksótt:
Rvík. Dreifð nokkuð jafnt yfir allt árið. Þó eru flestir sjúkling-
arnir taldir í marzmánuði, enda stendur inflúenzufaraldurinn þá sem
hæst. Dánartalan óvenjulega lág hlutfallslega.
Hafnarfj. Varð lítið vart.
Ólafsvíkur. Líkt að segja og urn kveflungnabólgu, en þó miður
greinileg.
Beykhóla. 1 tilfelli, læknað með súlfalyfi.
Plateyrar. Öllum batnaði.
Hólmavíkur. 2 tilfelli skráð í maímánuði. Mun báðum hafa batnað
fljótt og vel með súlfadíazíngjöf.
Btönduós. Kom 4 sinnum fyrir, í öll skiptin á karlmönnum, og voru
3 þeirra á unga aldri eða miðaldra, en 1 yfir áttrætt. Batnaði öllum
við súlfaþíazól.
Sauðárkróks. Enginn dáinn.
Hofsós. Óvenjulega fá tilfelli.
Dalvíkur. Ekkert tilfelli skráð. Hvort tveg'gja er, að minna er um
vosbúð og harðrétti nú á dögum en áður var og svo hitt, sem rnestu
ináli skiptir, að lungnabólgutöflur eru nú til svo að segja á hverju
heimili og teknar inn í tæka tíð.
Kópaskers. Aðeins fá tilfelli á árinu. Súlfaþíazól eða súlfadíazín
gefið í öllum tilfellunum. Virðist mér, að færri þoli súlfaþíazól, og
fá margir uppköst og vanlíðan, en þessa hef ég ekki orðið var við
súlfadíazínmeðferð. Eitt tilfellið var súlfaresistent, en lét undan
Pensilíni.
Vopnafj. ÖIl tilfellin væg.
Egitsstaða. Batnaði fljótt við súlfalyf.
ATes. Gefin súlfalyf með góðum árangri.