Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 248
246
lega breytingu á mænuvökvanum, og mundi maður þá almennt telja
manninn, læknisfræðilega séð, orðinn frískan. En vera má, að samt
gæti einhverra (smávægilegri?) geðtruflana hjá honum enn þá lengur.
Undir öllum kringumstæðum myndi ég telja áfengi, jafnvel smávegis,
stórlega tvíeggjað fyrir hann alla ævi, þar sem ekki er vitað nema hin
afbrigðilega hegðun fyrst og fremst leysist úr læðingi fvrir eitur-
verkun þess á heila mannsins."
Hinn 28. sept. 1949 lagði sakadómari eftirfarandi spurningar fyrir
yfirlækninn:
„1. Var ástand G., þegar hann framdi íkveikjurnar, þannig, að 15. gr.
hegningarlaganna eigi við það?
2. Hafi eigi verið svo, var það þá þannig, að 16. gr. sömu laga eigi
við það?
3. Sé svo, að ástand hans hafi verið þannig, að 16. gr. hegningar-
laganna eigi við það, teljið þér þá, að refsing á hendur honum
geti borið árangur?“
Þessum spurningum dómarans svaraði yfirlæknirinn á þessa leið
með bréfi, dags. 1. okt. 1949:
„1. Ég tel ekki, að ástand mannsins, þegar hann framdi íkveikj-
urnar, hafi verið þannig, að 15. gr. hegningarlaganna eigi við það.
2. Ég tel, að 16. gr. eigi frekar við (þ. e. að maðurinn hafi verið
andlega miður sín, en ekki á eins háu stigi og 15. gr. getur um).
3. Hvort refsing á hendur honum geti borið árangur, treysti ég mér
ekki til þess að dæma um. Það er álit mitt, að maðurinn hafi
framið þessu brot vegna þess, að heili hans, sem er veiklaður af
bráðri heilabólgu, auk þess verður fyrir eiturverkun áfengis. Ég
hygg, að ekki hefði komið til þessara afbrota hjá manninum, ef
hann ekki hefði neytt áfengis“.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er, að „læknaráð láti í té umsögn sína um álitsgerðir dr.
med. Helga Tómassonar í máli þessu.“
Ályktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Réttarmáladeild er samþykk niðurstöðum yfirlæknis dr. med. Helga
Tómassonar.
Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék einn deildarmaður sæti,
yfirlæknir geðveikrahælis ríkisins, dr. Helgi Tómasson, samkvæmt
ákvæðum 5. gr. laga um læknaráð, með því að hann hafði áður tekið
afstöðu til málsins. Samkvæint 5. gr. reglugerðar um starfsháttu
læknaráðs tók sæti hans í deildinni yfirlæknir lyflæknisdeildar Lands-
spítalans, dr. Jóhann Sæmundsson.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 26. okt., staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 29. okt.
Málsúrslit: Ákærði var i undirrétti dæmdur til að sæta öryggisgæzlu.