Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 231
229
Gíslasonar, því að ofan á annað er hann ekki fyrir hendi í eiginhand-
arriti, heldur aðeins í uppskriftum gerðum tveimur mannsöldrum eftir
daga höfundarins. Getur því hver, sem vill, fundið sér til að telja
vafasamt, að annállinn sé rétt heimfærður til höfundar og tíma, eða
væna uppskrifara um, að þeir hafi aukið hann og ýkt frá fyrstu gerð.
Með þetta í huga var gerð gangskör að því að leita áður ókunnra
heimilda, ef til væru í Þjóðskjalasafni, um hinn austfirzlca hundaæðis-
faraldur. Var fyrst borið niður í safni bréfa prófasta og presta í Aust-
fjörðum til Skálholtsbiskups á þvi tímabili, sem um ræðir. Sú leit bar
engan árangur. Þá var flett bréfum sýslumanna í Múlasýslu til amt-
manns frá sama tímabili. Og viti menn! Þar kom í leitirnar bréf, dags.
26. september 1765, frá Pétri sýslumanni á Ketilsstöðum Þorsteins-
syni, og í því eftirfarandi póstur:
í Norðfirði skulu nær allir hundarnir i sveitinni vera dauðir af pest
eður raserie, sem og á mínum bæ 5 kýr úr lakasótt, og þetta hefur skeð ei
á fullum mánuði. Hundapestina meina menn komna frá Hollendskum, en
kúadauðinn innbyrla ég mér að þar af komi, að þær hafi af þeim göldu
hundum bitnar verið.
í öðru sýslumannsbréfi til amtmanns er í skemmtilegum bréfkafla
vikið að sama efni. Er það í bréfi, dags. 4. nóvember 1766, frá Bryn-
jólfi sýslumanni í Hjálmholti í Flóa Sigurðssyni (f. 1708, d. 1771).
Mr. Einar (Stefánsson, f. 1735, d. 1812, síðar prestur á Hofi í Vopnafirði,
er þá hafði komið að austan til vígslu í Skálholti og vígðist 14. desember
1766) segir árferði í Austfjörðum viðlíka og hér ... Hundaæði fari i rénun,
af hverju menn og skepnur hafi tjón fengið, sérdeilis hafi nautpeningur dáið
og allar kýr á nokkrum bæjum. Þessir ólmu hundar hafi á fjöll hlaupið all-
margir .. . Ég skelf og titra fyrir processum þeirra andríku — (þ. e. Finns
Jónssonar Skálholtsbiskups, sem átti kröfu á bréfritarann vegna kúgilda
kirkju á Leirubakka á Landi, sem þá hafði verið lögð niður) og vil forðast
þá og flýja, engu síður en liundaæðið í Austfjörðum.
Eftir að þessar óvefengjanlegu samtímaheimildir eru komnar i leit-
irnar og frásögnin af hinum söinu atburðum i annál séra Halldórs
Gíslasonar hefur verið metin í Ijósi þeirra með tilliti til þess, hver
líltindi hún ein út af fyrir sig hafði við að styðjast, verður ekki efazt
um, að öruggt sé að taka upp í sóttarannála íslands skæðan hunda-
æðisfaraldur í Austfjörðum á árunum 1765—1766. Á ísland þá sína
hlutdeild í faraldurssögu þessarar víðfrægu sóttar, sem á sér svo
langan slóða aftur í aldir. En svo langt sem saga hundaæðis nær aftur,
mun hún fyrir tilverknað Pasteurs ná enn lengra fram. Með hinu
frábæra afreki sínu að finna það læknisráð við hundaæði, er átti fyrir
sér að valda aldaskiptum um viðnám við næmum sóttum, hefur
Pasteur skráð heiti hundaæðis svo óafmáanlegu letri í annála lækna-
vísindanna, að aldrei mun fyrnast.
Ekki skiptir umtalsverðu máli það, er á milli ber vitnisburðar annáls
séra Halldórs Gíslasonar, að brezkt skip hafi verið við riðið upphaf
hundaæðisfaraldursins eystra, og þeirrar ágizkunar Péturs sýslumanns
Þorsteinssonar í bréfi hans til amtmanns, að sóttin hafi borizt í land iir
hollenzku skipi. Þó að ekki séu handbærar heimildir varðandi hunda-
æði á Hollandi, mun óhætt að gera ráð fyrir svo nánum viðskiptum