Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 63
61
hafði æxlið tekið sig upp á ný, auk þess sem útsæði var komið í
hálseitla. Var því útséð um, hversu fara mundi.
Flateyrar. Bar meira á krabbameini á árinu en nokkru sinni áður
(enginn á mánaðarskrá). Kona var skorin síðast liðið vor, fékk fljót-
lega metastasis1) í kirtla og hrygg og liggur nú á Landsspítalanum.
71 árs karlmaður með ca. hepatis fór á Landsspítalann. 81 árs karl-
niaður dó úr ca. vesicae urinariae seq., og 2 konur dóu héðan úr hér-
aðinu á Landsspítalanum, önnur úr ca. uteri, hin úr ca. mammae.
ísafj. Alls er vitað um 11 tilfelli á árinu, en þar af hefur 1 fallið af
ársskrá, en aðeins 6 komu á mánaðarskrár. Tilfelli það, sem féll af
ársskrá, var 95 ára kona frá Bolungarvík með sarcoma oculi. Hún er
á árinu talin dáin úr ellikröm. 6 sjúklingar voru með krabbamein í
meltingarfærum, og dóu öll á árinu, þar af 4 með magakrabba. 3
konur voru með krabbamein í brjósti, þar af 2 skornar, en 1 með
krabbamein í legi.
Hólmavíkur. 55 ára karlmaður með ca. gl. thyreoideae (enginn á
mánaðarskrá). Fékk röntgenmeðferð á Landsspítalanum í maí og
júní. Hefur síðan dvalizt heima við ágæta heilsu.
Hvammstanga. Úr krabbameini létust á árinu 4 sjúlclingar innan
héraðs. Auk þess dó í Reykjavík kona sú með ca. ovariae, sem skráð
var árið áður. 2 krabbameinssjúklingar eru skráðir við áramót: a) 80
ára gamall bóndi í Bæjarhreppi, sem hafði krabbamein í maga. Á
Landsspítalanum var gerð resectio ventriculi með góðum árangri.
b) 69 ára gömul kona á Hvammstanga með krabbamein í endaþarmi,
ekki skurðtækt. Á Landsspítalanum var gerð colostomia, og er konan
nú við þolanlega heilsu. Nokkur misbrestur hefur verið á skrásetn-
ingu þessara sjúklinga á mánaðarskránum; eru aðeins 3 af 6 (7)
þannig skráðir.
Blönduós. Fannst í 4 skipti (enginn á mánaðarskrá). Rúmlega átt-
ræð kona dó úr magakrabba, en bóndi um fimmtugt, sem hafði
áður verið magaveikur og nú fékk allt í einu allsvæsin uppköst, var
tekinn á sjúkrahúsið til rannsóknar. Hann hafði legið heima nokkra
1) Meinvarp sem þýðing á orðinu metastasis virðist vera að ná nokkurri viður-
kenningu, en því miður allmikið um fram verðleika. Metastasis merkir hvort
lveggja; annars vegar sérstakan meinflutning, þ. e. að brott frá meini berst vísir
til nýs meins, og hins vegar meinið, sem vex upp af hinum aðflutta visi á nýjum
stað. Umhent mun reynast að láta orðið meinvarp tákna hið síðara, og rýrir það
I'cgar mjög gildi þess. Auk þess er óþjált, að slíkt grundvallarorð, er tengja þarf
wargvislega öðrum orðum, sé samsett orð, allra helzt þegar aðalhluti þess er mein,
sem sifellt þarf að klingja i samhandi við mein. Mælt mál er að segja, að mein
sái sér, og skilst það án allrar skýrgreiningar. Þetta munu menn verða að segja
hrátt fyrir nýyrðið meinvarp, því að sennilega tregðast menn við að komast svo
að orði, að mein varpist, hvað þá meinvarpist. Nú vill svo til, að orðið sáð merkir
á góðri og gildri íslenzku bæði athöfnina að sá og sæðið sem sáð er, enda einnig
l>að, sem upp af þvi sprcttur. Mun svo reynast, að með orðunum að sá og sáð er
unnt að segja á nokkurn veginn mæltu máli allt, sem læknar tákna með orð-
unum að metastasera og metastasis. Fyrir því cr stungið upp á, að á íslenzku heiti
metastasis: sáð, ef á liggur til að taka af tvimæli um, hvað við sé átt: meinsáð,
cn annars ekki og aldrei í samsctningum; cancermetastasis: I;rabbasáð; meta-
staserandi tuinor: sáðmein; metastasera: sá sér o. s. frv. Útsæði (af að sá sér út,
sem er dönskuskotið) er jafnan talsvert tíðkað, en skortir hina tvöföldu merk-
mgu og fer verr i samsetningum.