Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 244
242
Ályktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, hefur sakborn-
ingur fengið geðveikisköst bæði fyrir og eftir1) 3. maí 1947, en ann-
ars virðist hann ekki hafa verið geðveikur þess á milli. Réttarmála-
deild getur fallizt á ályktun yfirlæknis geðveikrahælis ríkisins, dr.
Helga Tómassonar, að salcborningur geti ekki talizt geðveikur að
staðaldri, en hann sé geðveill (psychopat) og að það ástand sé varan-
legt; enn fremur að því fylgi sú hætta, að hann geti misst stjórn á
sér og unnið óhappaverk, ef svo ber undir, og' orðið þannig hættulegur
umhverfi sínu.
Erfitt er að fullyrða með vissu, samkvæmt gögnum málsins, um
andlegt ástand sakbornings hinn 3. maí, er hann framdi umræddan
verknað sinn. Greinilegt virðist, að einhvers konar æði hafi gripið
sakborning, en hann hefur vafalaust allan tímann gert sér Ijóst, hvað
hann aðhafðist. Réttarmáladeild treystir sér ekki til að segja neitt
ákveðið um, hvort sakborningur hefur verið alls ófær um að stjórna
gerðum sinum, því að engin leið er að úrskurða eftir á, hve sterkum
vilja sakborningur hefði getað beitt á tilteknu tímabili. Hins vegar
má geta þess, að mörg dæmi eru til um, að slík óhappaverk hafa verið
unnin, vegna þess að vilji manns hefur engu um ráðið, enda þótt
honum sé Ijóst, hvað hann sé að gera, og vilja þá skýringar á verkn-
aðinum eftir á verða mjög út í hött.
Samkvæmt framan sögðu telur réttarmáladeild mjög vafasamt, að
refsing geti borið árangur gagnvart sakborning.
Að öðru leyti sér réttarmáladeild eklci ástæðu til að gera athuga-
semdir við umsögn yfirlæknis dr. Helga Tómassonar.
Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék einn deildarmaður sæti,
yfirlæknir geðveikrahælis ríkisins, dr. Helgi Tómasson, samkvæmt
ákvæðum 5. gr. Iaga um læknaráð, með því að hann hafði áður tekið
afstöðu til málsins. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um starfsháttu
læknaráðs tók sæti hans í deildinni jdirlæknir lyflæknisdeildar Lands-
spítalans, dr. Jóhann Sæmundsson. Sér til ráðuneytis við meðferð
málsins kvaddi réttarmáladeild Kristján lækni Þorvarðsson, sérfræð-
ing í geðsjúkdómum.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 24. júní, staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 25. júní.
Málsúrslit: Dómur í málinu féll í Hæstarétti 28. júni 1949. Þar kveður svo
á m. a:
Verknaður ákærða er slíkur sem lýst er i 211. gr. laga nr. 19/1940, að þvi er
tekur til morðsins á ungbarninu Kristínu, og sömu gr.. sbr. 1. mgr. 20. gr., að
1) Um geðveiki sakbornings eftir verknaðinn segir svo i skýrslu jrfirlæknis
geðveikrahælis rikisins 20. okt. 1948: „Seinna um sumarið (1947) ... var hann
geðveikur. f júní reyndi hann að hengja sig, að þvi er fangavörðurinn hélt, en
átti aðeins eftir að sparka undan, og einnig reyndi hann það þess utan, en þó
tæplega í alvöru.
Allt sumarið var hann með óróaköstum, sem stóðu tvo til þrjá daga, en veru-
legur æsingur var ekki i honum. Um tíma var hann óhreinlegur og skemmdi
það, sem hann náði i. Þetta lagaðist þó svo, að liann liélt sér hreinlegum, þó
duttlungar væru í honum með að borða. í júlimánuði voru mestu vandræði með
mataræðið, í ágúst—sept. var hann orðinn góður.“