Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 241
239
leiðis kúlutöng, sem aðeins er notuð til þess að þerra með. Kanni
(sonda) er að jafnaði eltki notaður.
Svar við 3. spurnningu: Nei, samanber 1. svar.
Svar við 4. spurningu: Litarbreytingar í fyrstu mánuðum með-
göngutímans eru oft ekki meiri en það, að álitamál getur verið, hvernig
eigi um að dæma.
Svar við 5. spurningu: Nei, greinilegar „erosiones“ hverfa ekki svo
skyndilega.
Svar við 6. spurningu: Sár á leggangahluta legsins, sem læknir er
ekki viss um, hvers kyns eru, geta gefið tilefni til þess að kanna þau
nánar með verkfærum.
Svar við 7. spurningu: Já, það mun vera hægt.
Svar við 8 spurningu: Já, ef farið hefði verið inn í leghol með kanna
og eggið skaddað.
Svar við 9. spurningu: Já, verið gæti um sjálfkrafa (spontan)
fósturlát að ræða, ekki sízt ef hlóð hefur verið í leggöngum konunnar,
þegar ákærði skoðaði hana um morguninn.
Svar við 10. spurningu: Telja má hættlaust að fara með hrein verk-
færi og fingur, þótt ósótthreinsuð séu rétt áður, inn í leggöng van-
færrar konu eða konu með byrjandi tíðir. En við byrjandi fósturlát
er ekki talið tilhlýðilegt annað en að gæta fyllstu sóttavarnarráðstaf-
ana. Umrædd kona mun ekki hafa haft sýnilega blæðingu á ytri getn-
aðarfærum, annars hefði hún varla farið til læknis í því skyni að láta
framkalla fósturlát, og af réttarskjölunum verður ekki séð, að læknir-
inn hafi orðið var við blóð, fyrr en búið var að setja inn legspegil.
Svar við 11. spurningu: Já.“
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að óskað er „umsagnar læknaráðs um svör prófessorsins við spurn-
ingunum.“
Álijktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Réttarmáladeild fellst á svör yfirlæknis handlæknisdeildar Lands-
spítalans við öllum spurningunum, að undanteknum svörum við 1.,
2., 4. og 9. spurningu. Við þau svör hans gerir réttarmáladeihl eftir-
farandi athugasemdir:
Ad 1). Venjuleg athugun um barnsþykkt er fólgin í því að þreifa
með annarri hendi á kviði konunnar og fingri hinnar handarinnar
í gegnum leggöngin. Rétt þykir að taka fram, að slík athugun hefur
ekki verið gerð af sakborning.
Ad 2). Leg'spegill á rétt á sér til viðbótarathugunar, ef ekki fæst úr
skorið við beggja handa þreifingu, og kúlutöng er aðeins notuð til
að þerra með, en lcanni er ekki notaður.
Ad 4). Samkvæmt lýsingu yfirlæknisins og lýsingu sakbornings á
útliti legopsins virðist svo sem litarbreyting og mýkt leghlutans hafi
verið nægilega greinileg ti! þess, að æfðum lækni ætti að detta í hug,
að konan væri þunguð, einkum ef athugunin er gerð í þeim tilgangi.
Ad 9). Réttarmáladeild vill taka það fram, að hið eina, sem fram
hefur komið í málinu, sem bent gæti i gagnstæða átt, er framburður