Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 83
81
alveg hjá því að fara hjá sér. í héraðsskólanum að Núpi fengu nem-
endur lýsisgjafir auk profylaktisks skammts af aslcorbínsýru og B-
vítamínflokknum.
Flateyrcir (173). Heilsufar skólabarna var yfirleitt gott á árinu,
en nokkru meira um fjarvistir í skólum sökum farsótta. Einni telpu
meinuð skólavist vegna berlda í lunga, þó ekki smitandi. Lús og nit
virðist fara minnkandi, líka á Suðureyri. Fólk virðist una því illa að
sjá getið um óþrif sín á prenti í Heilbrigðu lífi, og mun þykkjan og
átthagametnaðurinn, sem þau skrif ollu, hafa orlcað til bóta. Ég vil
geta jiess hér, að árið 1943 höfðu 49% skólabarna á Suðureyri lús
og nit, en nú, 1947, 18%, sömu tölur á Flateyri, 15% og 7,2%, og er
þetta ótvíræð framför. Hypertrophia tonsillaris 17, pharyngitis 13,
microadenitis 14, scoliosis 7, conjunctivitis 6, sequelae poliomyelitidis
1, psoriasis 1.
Bohingarvíkur (101). Óþrifakvillar skólabarna fara greinilega
minnkandi frá ári til árs. Aðstandendur barnanna hafa áhuga á því
nú orðið að gera sitt til þess, að þetta hverfi úr sögunni. Hefur notkun
ÓDT-skordýraeiturs hjálpað vel í þessu efni. Kennari, sem hefur verið
við skólann í nokkur ár, sagðist aldrei hafa fengið lús á sig í skólanum
á þessum vetri.
ísafi. (382). Eins og áður bar mest á tannskemmdum, en þó fara
þær heldur rénandi. Mjög lítið ber nú orðið á óþrifakvillum, og vantar
aðeins herzlumuninn til að útrýma lúsinni alveg, en eins og gengur
er alltaf eiít og eitt heimili erfitt viðureignar. Framfara verður vart,
hvað útlit og þroska snertir. B a r n a s k ó 1 i Isafjarðar: Rachitis-
einkenni á brjósti 6, hryggskekkja 7, naflatog 12, kokeitlar 13, lcossa-
geit 1, psoriasis 2, liðaverkir 2, blóðleysi 1, tileygður 1, atresia m.
pect. maj. sin. 1, holgóma 1, achondrodystrophia 1, myopia 2.
Barnaskólinn í Skutulsfirði: Rachitiseinkenni á brjósti 1,
hryggskekkja 1, eczema 1, ilsig 1, acne vulgaris 1. Barnaskólinn
i Hnífsdal: Kokeitlar 1, hypermetropia 1. Tannlæknir athugar
tennur barnaskólabarna, en enn lá eigi fyrir skýrsla frá honum.
Ögur (58). Lúsin virðist blómgast vel, einkum í sveitinni, en þó
oiá telja, að hún sé hér á undanhaldi, því að síðast liðið ár voru
36,6% með lús, en nú 18,3%. Vert er þó að athuga, að i Reykjanes-
skóla er hlutfallið sarna (eða um 42 skólabarna) og' síðast liðið ár.
Én í Lyngholtsskóla, sem Iagðist niður þetta ár, voru öll börnin með
lús. Kokeitlaauki 16, hryggskekkja 7, flatir fætur 4.
Árnes (64). Hálskirtlaþroti 37, kokeitlar stækkaðir 14, sjóngallar
Í8, heyrnargallar 4, hryggskekkja 4, rachitiseinkenni 4, otitis media
2, anaemia 1, spondylitidis tub. sequelae 1.
Hólmavíkur (164). Öll börnin virtust sæmilega hraust og öllum
leyfð skólavist. Auk tannskemmda og óþrifa fannst þctta helzt: Eitla-
þroti á hálsi 58, kokeitlar sta>kkaðir 33, sjóngallar 22, heyrnargallar 1,
hryggskekkja 16, rachitiseinkenni 13, anaemia 2, asthma bronchiale
É hernia inguinalis 1, hernia umbilicalis 1.
Hvammstanga (126). Skólabörn yfirleitt frísk og litu vel út. Þó
voru 5 fremur smá og heldur mögur, en frískleg og virtust vel hraust.
Lngu var meinuð skólavist sökum vanheilsu. Lús fer nú ört minnk-
11