Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 249
247
7/1949.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 6. okt. 1949,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp í bæjarþingi Reykjavíkur s. d.,
óskað af nýju umsagnar læknaráðs í málinu: S. G-son gegn Rafmagns-
eftirliti rikisins, en um mál þetta hafði læknaráð áður látið dómar-
anum í té umsögn sína með úrskurði, dags. 18. júní 1949.
Málsatvik eru þau,
sem greinir í fyrr nefndum læknaráðsúrskurði. En síðan hafa verið
lögð fram ný gögn i málinu, sem eru vottorð tveggja starfandi lækna
i Rej'kjavík, er báðir stunduðu stefnanda, þ. e. heimilislæknis hans,
sérfræðings í handlækningum og yfirlæknis sjúkrahússins Sólheima
(dags. 6. og 15. sept. 1949), og taugasjúkdómalæknis (dags. 16. sept.
1949), þess efnis, að stefnandi hafi ekki haft lungnabólgu, eins og
greint er í vottorði starfandi læknis í Reykjavík (áður staðgöngu-
manns tryggingaryfirlæknis), dags. 20. des. 1948, en sá læknir telur
sig, samkvæmt vottorði, dags. 22. sept. 1949, í því efni eingöngu hafa
farið eftir frásögn stefnanda sjálfs og „ekki leitað staðfestingar á frá-
sögn“ hans. Þá vottar og starfandi læknir i Reykjavík 26. sept. 1949,
að stefnandi hafi ekki haft lungnabólgu á þeim tíma, er hann var til
haðlækninga hjá honum, þ. e. í febr. og marz 1947. Hinn 23. sept.
1949 ber stefnandi fyrir rétti, „að hann viti ekki til, að hann hafi
fengið lungnabólgu í aprílmánuði 1947.“ Loks liggur fyrir svo látandi
útskrift, dags. 6. sept. 1949, úr sjúkraspjaldskrá Sjúkrasamlags
Reykjavíkur: „S. G-son, B-v. 39, Sjúkrah. Sólheimar: 2%—Ws 1947
(commotio cerebri).“
Málið er af nýju lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er umsagnar ráðsins um það, „hvort læknaráð breyti
ályktun sinni frá 18. júni 1949 vegna hinna nýju gagna um heilsufar
stefnanda, og ef svo er, þá að hverju leyti.“
Álijktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Áður en felldur verður af nýju úrskurður í máli þessu, telur réttar-
máladeild vant óvefengjanlegri gagna en fyrir hendi eru og þá sam-
kvæmt sjúkraskrá (journal) og öðrum samtíma plöggum Sólheima-
sjúkrahúss um sjúkdóm hlutaðeiganda, er hann lá þar 26. apríl—14.
maí 1947.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 8. nóv., staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 11. nóv.
Málsúrslit eru enn óorðin.
8/1949.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 31. okt. 1949,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp í hæjarþingi Reykjavíkur s. d.,
óskað umsagnar læknaráðs í málinu: O. Þ-dóttir gegn V. J-sen o. fl.