Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 29
27
við henni vægari, ef um sama stofn væri að ræða. Hér kom einnig til
greina, að páskavikan fór í hönd, en eftir páskana áttu próf að byrja
í skólunum. Fyrstu 2 tilfellin skráði ég fimmtudaginn 2%; næsta dag
skráði ég 6, og þar næst enn 6, en það var laugardaginn 2%. Næsta
mánudag gaus svo faraldurinn upp fyrir alvöru, og skráði ég þá 40
tilfelli. Svipaður var tilfellaf jöldinn alla páskavikuna, en komst hæst
þriðjudaginn eftir páska í 79 tilfelli. Síðan fór veikin að réna og var
alveg dottin niður í bænum 17/i, eða eftir 3 vikur. Þá hófst yfirferðin
í firðinum og í Hnífsdal og var lokið þar um mánaðamótin. Alls urðu
tilfellin svipuð að fjölda og í faröldrum undanfarin ár. Veikin var
allsvæsin, en fylgikvillalaus, nema livað eitt gamalmenni dó úr
tungnabólgu af hennar völdum.
Hvammstanga. Barst frá Reykjavík í byrjun rnarz með bílstjóra
frá Hvammstanga. Náði ekki teljandi útbreiðslu utan þorpsins og
mátti heita væg.
Blönduós. Nokkur í febrúar og marz, byrjaði í Bólstaðarhlíðar-
hreppi og mun hafa komið þangað norðan úr Skagafirði. Annars var
hún nokkuð svo á strjálingi um héraðið, en lítið meira en nafnið, enda
var hætt að skrá hana í apríl, en allmikið var þá af kvefsótt, sem mun
hafa verið eftirhreytur hennar. Hún var yfirieitt heldur væg.
Sauðárkróks. Gekk yfir í apríl—maí. Var væg.
Hofsós. Nokkur tilfelli vormánuðina.
Dalvíkur. Faraldur í marz—apríl, allútbreiddur, frekar vægur.
Akureyrar. Gekk hér í marz og apríl og e. t. v. í maí. Var ekki sér-
staklega þung né útbreidd.
Grenivíkur. Faraldur gekk hér í marz og apríl, en var yfirleitt ekki
slæniur; þó lézt 1 gamall maður úr veikinni, en hann hafði undan-
farið verið veill fyrir brjósti.
Kópaslcers. Barst hingað um miðjan marzmánuð, þó aðeins á einn
bæ. Var hann þegar einangraður, og breiddist veikin ekki út, en allt
heimilisfólkið veiktist. Veikin var væg.
Þórshafnar. Herjaði á fólk í júní og júlí, og sluppu fáir við hana.
Var þó heldur væg og fylgikvillalaus.
Vopnafj. Ivvefpest, sem talin er inflúenza, gekk hér mánuðina maí—
agúst. Faraldur þessi lagðist einkum á börn, og einkenni hans voru
allhár hiti í 1—3 daga með nokkrum þrota í slímhúð augna og and-
færa, en án lungnakvefs eða andfæra eða annarra fylgikvilla, svo að
teljandi væri.
Egilsstaða. Öll tilfellin í marz. Barst með heimamönnum, sínum
al hvorum bæ. Þeir komu frá Reykjavík. Fóru rakleitt af skipsfjöl
beim. Allir veiktust á þeim bæjum og einu heimili til. Veikin var væg
°g engin eftirköst.
Seyðisfj. Barst hingað snemma í marz „að sunnan" og breiddist ört
at, en gekk yfir á 2 mánuðum. Ég ætla, að inflúenza þessi hafi leitt
2 sjúklinga til bana, 70 ára karlmann, sem fékk bronchopneumonia
upp úr veikinni — súlfaresistent — og 58 ára konu, sem legið hafði
arum saman með mænusjúkdóm og var orðin viðnámslaus.
Nes. Gekk í apríl og maí. Útbreiddur faraldur í desember, en oft
ekki vitjað læknis. Sumir allþungt haldnir.