Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 39
37
Gekk kvilli þessi fram í október, en var vægur. Veiktust aðallega
börn.
Nes. Nokkur tilfelli í júní og júlí.
Búða. Gengu hér í nóvember og desember. Fleiri munu hafa tekið
sóttina en læknis leituðu.
Hafnar. Efast mjög um þau tilfelli, sem talin eru.
Breiðabólsstaðar. Vægur og lítt útbreiddur faraldur í júlí.
Víkur. 1 tilfelli. Slæddist hingað í júlímánuði.
Vestmannaeijja. Grunsamt er um, að sumt af skráðum sjúklingum
hafi verið með væga skartlatssótt. Læknar sjaldnast sóttir, fyrr en
einhvern fylgikvilla bar að höndum.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
Sjúklingafjöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl......... 197 64 33 158 321 456 261
Dánir................. 1 „ „ 1 2 1
1945 1946 1947
65 22 13
Skarlatssótt í lágmarki, miðað við það, sem verið hefur, siðan
skarlatssóttaraldan hófst árið 1930. Þó mun e. t. v. meira hafa kveðið
að en hin skráða tala bendir til, með þvi að sumt kann að hafa slæðzt
til annarra sótta og þá einkúm rauðra hunda, sem gætti með meira
nióti, en einkenni þeirra oft ógreinileg, svo sem þeirra er háttur.
Læknar láta þessa getið:
Bvik. Aðeins vitað um 2 sjúldinga á árinu, en þeir hafa því miður
fallið undan skrásetningu, af því að þeir komu síðast á árinu og hafa
því slæðzt yfir á árið 1948.
Hafnarfj. 1 tilfelli skrásett, sjómaður af síldveiðiskipi.
Sauðárkróks. Stakk sér niður hér í kaupstaðnum við og við. Ekki
tókst að rekja smitunarleiðir. Voru sjúklingar eða heimili einangruð
i mánuð og síðan sótthreinsað. Veikin var mjög væg.
Vestmannaeijja. Tilfellin afkróuð eftir beztu getu. Væg. Komu hing-
að frá Reykjavík.
16. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 16.
Sjúklingafjöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl......... „ „ „ 290 4413 39 7 129 1556 15
Dánir................ „ „ „ 48 5 „ 2 11
I 4 héruðum (ísafj., Nes, Eyrarbakka og Laugarás) skráðar óveru-
legar eftirhreytur landsfaraldurs kikhósta á síðast liðnu ári.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Varð elcki vart á árinu.
ísafj. Aðeins eftirhreytur frá faraldrinum árið áður.
Eyrarbakka. Kom upp á barnaheimilinu að Kumbaravogi i júlí-
mánuði og tók þar 4 börn, en breiddist ekki út.