Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 245
243
Jjvi er varðar banatilræðið við niæðgurnar Rósu Aðalheiði og Sigríði Hólm.
Þegar það er virt, að andlegri heilsu ákærða er svo áfátt sem að framan er lýst
og að hann hefur fengið brjálsemisköst bæði fyrir og eftir, að hann framdi af-
brotið, að ekki liefur verið leitt i ljós neitt sennilegt tilefni annað en brjál-
semi til svo ægilegs glæps sem hér átti sér stað, að árásin var framin án nokk-
urrar leyndar og að tilviljun virðist hafa ráðið, liver eða hverjir fyrir henni
urðu, þá má telja víst, að ákærði hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum
sinum, er hann vann verkið. Verður honum þvi samkvæmt 15. gr. nefndra laga
ekki refsað fyrir verknaðinn. En þar sem andlegu ástandi ákærða er svo háttað,
að mikil hætta er á því, að hann geti hvenær sem er misst stjórn á sjálfum sér
og framið ódæðisverk og að hann þess vegna cr mjög hættulegur umhverfi sínu,
þá ber nauðsyn til, að honum sé að óbreyttu ástandi haldið í öruggri gæzlu ævi-
langt. Ber því samkvæmt 62. gr. nefndra laga nr. 19/1940 að dæma hann til að
sæta slíkri öryggisgæzlu.
4/1949.
Sakadómarinn i Reyltjavik hefur með bréfi, dags. 2. ágúst 1949,
leitað af nýju umsagnar læknaráðs varðandi réttarrannsókn um
„meinta óleyfilega eyðingu fósturs“, en um mál þetta hafði lækna-
ráð áður látið dómaranum í té umsögn sína með úrskurði, dags. 23.
júní 1949.
Málsatvik eru þau,
sem greinir i fyrr nefndum læknaráðsúrskurði, að viðbættu því, að
kona sú, sem málið varðar, hefur fyrir milligöngu lagsmanns síns
afhent hlutaðeigandi lækni og hann aftur réttvísinni svolátandi vott-
orð, dags. 15. júní 1949:
„Ég undirrituð minnist þess að liafa dagana 22. og 23. apríl þ. á.
haft smáblæðingar, sem þó ekki voru það miklar, að um venjulegar
tíðablæðingar gæti verið að ræða.
Ég veitti þessu lítinn gaum þá, en vil nú, er ég minnist þess, láta
það koma fram.“
Málið er af ngju lagt fgrir heknaráð á þá leið,
að óskað er umsagnar ráðsins um það, „hvort framhaldsrannsóknin
haggi álitsgerð þess í málinu, og ef svo er, þá í hverjum atriðum."
Álgktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Vottorð það, sem fram er komið í málinu, fer svo mjög í bága við
þær upplýsingar, sein áður hafa komið fram, m. a. rannsókn Guð-
mundar próf. Thoroddsens á konunni, og allan framburð sjálfrar
hennar áður, að réttarmáladeild vill færast undan að taka afstöðu
til þessa vottorðs, unz frekari rannsókn hefur farið fram varðandi
sannleiksgildi þess og nánari orsakir til þess, að slíkar upplýsingar
koma ekki fram, fyrr en eftir að réttarhöldunum var lokið.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 4. ágúst, staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 5. ágúst.
Málsúrslit. Sjá 5. og 9. mál.
31*