Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 144
142
og óhreinindi komist í mjólkina, áður en hún kemst í maga neytand-
ans. Enn þá er að vísu nokkuð um kýr í bænum, en lítið mun þó
vera selt af mjólk beint úr fjósunum, eins og áður hefur verið tekið
fram. Þótt enn þá vanti nokkuð á hér á Alcureyri og í Eyjafirði, að
mjólkin sé eins hrein og góð og hún gæti verið, mun óhætt að segja,
að hvergi á landinu munu neytendur fá hreinni og betri mjólk en hér
á Akureyri, enda er Mjólkursamlagið hér að flestu leyti til fyrir-
myndar, hvað meðferð alla og umgengni snertir. Til beinnar neyzlu
fóru 2136755 1 mjólkur. Þá voru framieiddir 153447 1 af rjóma,
54550 1 af undanrennu, 6487 1 af mysu, 168320 kg af skyri, 55782 kg
af smjöri, 169149 kg af mjólkurosti og 8717 kg af mysuosti.
Grenivíkur. Mjólkurframleiðsla hefur aukizt. Mjólkin seld til Akur-
eyrar alltaf, þegar fært er. Vetrarmánuðirnir falla úr að miklu leyti
vegna þess, hvað vegasambandið er enn slæmt þangað.
Egilsstaða. Mjólk aðallega framleidd til heimilisnotkunar. Dálítið
er þó selt af mjólk, aðallega hér á staðnum. Skólabúin á Hallorms-
stað og Eiðum sjá viðkomandi skólum fyrir mjólk.
Bakkagerðis. Mjólkurframleiðsla nægileg.
Seijðisfj. Ófremdarástand í mjólkurmálunum hér eins og svo víða
í bæjum. Seinna part sumars og fram á haust er allt of lítil mjólk í
kaupstaðnum, og kostar þá ærna fyrirhöfn að ná í hana. Mjólk er seld
í bænum frá einu sveitaheimili, sem hefur um 20 kýr, en það hrekkur
skammt, og hefur komizt hér á biðraðafyrirkomulag eins og í stærri ,
bæjum, svo skemmtilegt sem það er.
Vestmannaeyja. Bæjarsjóður rekur kúabú og hefur um 50 kýr.
Mjólkin er bæjarsjóði og almenningi dýr. Aðalvandamálið er mjólkur-
hungur, sem hér ríkir. Er bætt úr þessu með aðfluttri mjólk úr nær-
sveitum við Reykjavik, en það hrekkur hvergi til, svo að mjólkur-
þörf bæjarbúa sé fullnægt. Mjólkin er skömmtuð.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Drykkjuskapur er töluverður um helgar. Það er siður, að
danssamkomur séu haldnar um hverja helgi, og fara þær jafnan meira
og minna út um þúfur vegna ölvunar.
Ólafsvíkur. Ekki sérstaklega mikið um áfengisnautn. Kaffi og tó-
bak líkt og áður, en kaffi gerist nú þunnt og illdrekkandi (skömmtunin).
Búðardals. Áfengisnautn er lítil, ekki drukkið neitt að ráði nema
í réttum. Kaffi mikið notað og tóbak, einkum í nefið.
Regkhóla. Áfengisnautn lítil, helzt á samkomum. Kaffi mikið drukk- ,
ið. Tóbaksnotkun mjög almenn; rosknir menn taka í nefið, en yngri
menn reykja mikið, og byrjar hér margur unglingur að reykja um ferm-
ingaraldur.
Þingegrar. Áfengisneyzla er nokkur í héraðinu, og hefur það fylgzt
með tímanum eins og önnur byggðarlög. Kaffi er drukkið eins og
skammturinn hrekkur til. Tóbaks er neytt eins og menn girnast.
Flategrar. Áfengisnautn er lítil í héraðinu, tóbaksnautn töluverð
og kaffidrykkja almenn.