Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 49
47
skráðu sjúklinga eru íslendingar. Aðeins um 20 útlendingar. Eftir
aldursflokkum skiptust sjúklingar þessir þannig:
Aldur, ár 1—5 5—10 10—15 15—20 20—30 30—40 40-60 Yfir 60 Samt.
Konur ..3 „ 1 49 59 13 1 „ 126
Karlar .. „ „ „ 60 207 43 3 1 314
Fylgikvillar voru hlutfallslega fáir. Þessir voru helztir: Prostatitis
acuta 6, epididymitis 9, salpingitis 5, arthritis gonorrhoica 4. Flestir
þessara sjúklinga hafa fengið pensilinlækningu, ýmist á 6. deild
Landsspítalans eða ambúlant á lækningastofu minni, og nota ég þá
pensilín-vaxlausn. Lyfið er hitað í vatnsbaði upp í likamshita og gefið
intramuskulært1) í regio glutea. Körlum gef ég venjulega 2 injectionir,
1—1% ml, sama dag með ca. 6 klukkutíma millibili. Konum sama
skammt 2 daga í röð, samtals 4 injectionir. Styrkleiki þeirrar lausnar,
sem ég nota mest, er 125 þús. einingar í 1 ml. Af aðferð þessari er
nálega jafngóður árangur og þegar notað er pensilín í vatnslausn,
gefið þriðja hvern klukkutíma í 1—lx/2 sólarhring.
Syphilis. Sjúklingar með þenna sjúkdóm voru alls á árinu 63, og
er það allmiklu hærri tala en næsta ár á undan (32). Töluverður hluti
þessara sjúklinga eru sjúklingar, sem komið hafa utan af landi til
lækningar hér. 6 voru útlendingar. Sjúklingar þessir skiptast þannig
eftir aldri og kyni:
Aldur, ár 15—20 20—30 30—40 40—60 Yfir 60 Samtals
Syphilis M. K. M. K M. K. M. K. M. K.
primaria ....... 1 „ 9 1 1 „ 3 „ „ „ 15
secundaria .... 3 3 16 16 4 2 1 1 „1 47
tertiaria ...... ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, 1 ,, ,, 1
congenita ...... ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,,
38 sjúklingar höfðu Iokið lækningu sinni og voru sero^- í árslok.
15 voru enn undir læknishendi eða voru sero-{- við síðustu rannsókn.
® sjúklingar fluttust út á land til framhaldslækningar þar. 2 sjúk-
lingar liafa vanrækt Iækningu sína. 2 sjúklingar fluttust af landi burt.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Lekandasjúklingum virðist enn fjölga. Sárasóttarsjúklingum
hefur einnig fjölgað mikið. Er fólkið að verða kærulausara um kyn-
sjúkdóma vegna þess, að það þykist nú öruggt um lækningu, þó að
það veikist?
Hafnarfí. 3 luessjúklingar hafa Iegið um tíma á St. Jósephsspítala
1 Hafnarfirði, 2 af þeim utan héraðs. Aliir sjúklingarnir, sem á skrá
voru 1946, eru nú taldir Kahn -ú-, nema ef til vill 1. Nokkur tilfelli af
lekanda, margt af þvi sjómenn, sem smitazt hafa í erlendum höfnum.
Stykkishólms. 2 tilfelli af lekanda komu fyrir 4 síðustu mánuðina,
hvort tveggja sjómenn af erlendum skipum.
1) Tilla(>a um orðalag, sem samkomulag œtti að geta orðið um: Injectionslyf
heiti stungulyf; injísera: stinga; injeksjón: stunga; injísera intraluitant, súbkútant,
mtramúskulert, intravenöst o. s. frv.: stinga (Igfi) í húð, undir húð (eða í húð-
ne{ju), í vöðva (eða hold), i eeð o. s. frv.