Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 69
67
Þingeyrar. Appendicitis acuta 2.
Flateyrar. Fleiri tilfelli en áður (8), flest send á spítala til upp-
skurðar. Ekkert dauðsfall.
Bohingarvíkur. Bráð botnlangaköst 11 sinnnm. Flestir sjúkling-
anna sendir á sjúkrahús ísafjarðar til aðgerðar.
Hólmavikur. 4 tilfelli, öll væg. 1 fór síðar á spítala til uppskurðar.
Hvammstanga. 6 tilfelli, öll skorin hér í skýlinu.
Blönduós. Heldur með minna og meinlausara móti þetta ár. Enginn
botnlangi kom nú sprunginn og jafnvel ekki með drepi, en teknir voru
28 á sjúkrahúsinu, þar af 3 úr utanhéraðsmönnum. Hér ríkir sú ágæta
regla, að fólk, sem fær endurtekin óþægindi frá botnlanga, lætur
taka hann úr sér, enda hvet ég það til þess. Stundum virðist aðallega
vera urn coprostasis í löngum og þröngum botnlöngum að ræða, og
lýsir það sér þá með óljósum en nokkuð stöðugum óþægindum, án
þess að um regluleg köst sé að ræða og án þess að makroskopiskar
breytingar sjáist. Ég tel ástæðu til aðgerðar, þegar svona stendur á,
því að bæði hafa óþægindin óheppileg psychisk áhrif, og eins má
telja líklegt, að slíkum botnlöngum sé hættara við drepi, ef akút
bólga kemur í þá, einkum þegar myndazt hafa í þeim coprolithar.
Eg veit ekki, hvort pathologar, medicinarar og annar slíkur bólcvits-
lýður telur þetta góð og gild vísindi, en ég byggi þessa lífsreglu á
langri rejmslu og henni talsvert dýrkeyptri. Einkum tel ég hana
sjálfsagða, þar sem langt er til læknis og búast má við, að vegir teppist
á vetrum. Botnlangabólga virðist vera hér tiltölulega algeng í börn-
um og ýmis þau illkynjuðuslu og erfiðustu tilfelli, sem ég hef fengið,
hafa verið í börnum.
Sauðárkróks. Algengur enn sem fyrr, en þó færri sjúklingar en i
fyrra. 33 skornir á sjúkrahúsinu, 3 af þeim perforeraðir, og er það
með fæsta móti. Lifðu allir. 8 af sjúklingunum voru úr Hofsóshéraði
og 1 úr Blönduóshéraði.
Hofsós. Alltaf nokkuð algengur sjúkdómur.
Ölafsfj. 3 sjúklin gar, 1 utan héraðs.
Akureyrar. Tiltölulega algengur kvilli, og eru flestir þeir sjúklingar
skornir á sjúkrahúsi Akureyrar.
Grenivíkur. 3 tilfelli.
Ilópaskers. 3 tilfelli, öll send til uppskurðar að afliðnu kasti.
Þórshafnar. Appendicitis acuta 3.
Vopnafj. 2 tilfelli.
Egilsstaða Altaf nokkur tilfelli. 5 hafa farið til uppskurðar á
árinu.
Seyðisfj. Með mesta móti. 5 börn innan 14 ára aldurs og 4 konur
skornar upp á árinu vegna sjúkdómsins, öll milli kasta, nema 1 kona,
sem veiktist mjög hastarlega á jóladag, og var ekki þorað að fresta
aðgerðinni, enda var appendix að því kominn að perforera (empyem
i apex). Sjúklingurinn var kominn á skurðarborðið 1 klukkustund
eftir að hún veiktist (2. kast).
Búða. 5 sjúklingar voru ýmist skornir upp í Reykjavík eða á Seyðis-
firði.