Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 209
207
ekki bólusett í hinum umdæmunum. Engin börn veiktust eftir bólu-
setninguna.
Hesteyrar. Bólusetningar munu hafa farið fram í Grunnavíkur-
hreppi, en mér hafa enn ekki borizt skýrslur um árangur þeirra.
Hólmavíkur. Féllu niður á árinu, en elcki veit ég, hvað valdið hefur.
Blönduós. Bólusetningar eru í sama baslinu. Þó tekst að bólusetja
fermingarbörn alla jafna.
Sauðárkróks. Bólusetning fór fram í öllum umdæmunum nema Skef-
ilsstaðaumdæmi, en ég er hræddur um, að sumir vanræki að koma
með börnin. Bóluefni virðist hafa verið gott.
Ólafsfí. Bólusetning féll niður vegna mislingafaraldurs.
Grenivíkur. Bólusett síðast liðið vor. Kom bólan vel út á frumbólu-
settum börnum, en illa á endurbólusettum. Ekkert barn veiktist al-
varlega.
Seyðisfí. Bólusetningar fórust fyrir vegna ýmissa kvilla, sem gengu
um vorið og fram á sumar.
21. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Frá Rannsóknarstofu Háskólans hefur borizt eftirfarandi skýrsla
um réttarkrufningar stofnunarinnar 1947:
1. 17. janúar. M. S-son, 58 ára. Kom í heimsókn i liús í Rvík, blárauður í and-
liti, en féll á gólfið, er hann kom inn úr dyrunum og var örendur. Við krufn-
ingu fannst necrosis heamorrhagica pancreatis og blæðingar i slímhúð maga
og þarma. Blóðurea 80 mg %.
2. 20. janúar. S. J-son, 55 ára. Fannst látinn i porti i Rvik, þar sem hann lá
blóðugur með skurð á vinstra úlnlið yfir slagæðina. Við krufningu fundust
stungusár á brjósti. Höfðu fjögur þeirra náð inn i lifur og valdið þar all-
miklum blæðingum. Efsta stungan hafði farið í gegnum hægra afturhólf
hjartans og valdið banvænni blæðingu. Allt benti til þess, að áverkarnir
hefðu verið af völdum mannsins sjálfs.
3. 24. febrúar. K. G. E-son, 26 ára. Skaut sig með riffli í ennið og Jifði eftir það
í 12 klt. Sjálfsmorð.
4. 7. marz W. C., 60 ára brezkur skipstjóri. Datt skyndilega á skipsfjöl og var
þegar örendur. Við krufningu fannst aðalgrein vinstri kransæðar lokuð af
stíflu. Auk þess lungnabólga h. megin.
5. 18. marz. R. M-son, 25 ára. Varð fyrir bifreið x%. Við krufningu fannst brot
á höfuðkúpu og kúpubotni og mjög mikið mar framanvert hægra megin á heil-
anum.
6. 16. apríl. Þ. J. H. (kynferði ekki greint), 3 ára. Varð fyrir strætisvagni. Við
krufningu fannst mikill áverki aftan á höfðinu, þannig að höfuðkúpa og heili
var splundrað. Auk þess rifbeina- og lífbeinsbrot.
7. 17. apríl. K. A. V-son, 37 ára. Hafði verið mjög drykkfelldur og drukkið lát-
laust, unz hann fékk óstöðvandi uppköst og andaðist upp úr þvi skyndilega.
Við krufningu fannst mikil fitulifur. Alcoholismus chronicus.
8. 18. apríl. S. R-son, 51 árs. Fannst örendur á gólfinu heima sjá sér. Við
krufningu fannst mikil stækkun á hjarta, og það, ásamt breytingum á nýrum,
benti til þess, að maðurinn hefði haft hækkaðan blóðþrýsting. Alkóhól í blóði
benti til þess, að maðurinn hefði verið mjög ölvaður, er hann lézt (2,89%„).
9. 19. apríl. L. G-son, 35 ára. Hengdi sig í ól í fangaklefa. Sjálfsmorð.
10. 5. mai. Ií. K-dóttir, 1% árs. Var stungin með hnif af manni, sem réðst inn í
íbúðina. Hnífurinn hafði farið i gegnum hjarta og meginhryggæð. Morð.
11. 16. maí. G. Ó-son, 2 ára. Varð fyrir bíl og dó rétt á eftir. Við krufningu fannst
mikið kúpubrot og mikil skemmd á litla heilanum, sem hafði marizt i kássu.
Enn fremur sprunga í lifur, milti og hægra nýra.
12. 20. mai. G. R. K-son, 3 ára. Varð fyrir bil og dó samstundis. Við krufningu