Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 25
23
rokinn sótthita í sængurlegu, sem tæplega er barnsfararsóttarnafn
gefandi.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. 2 tilfelli skrásett á árinu (aðeins annað á mánaðarskrá).
Báðum batnaði eftir pensilín.
Búðardals. 1 tilfelli upp úr erfiðri fæðingu. Batnaði fliótt við pensi-
lininngjafir.
Flateyrar. 32 ára multipara fékk hitavellu í nokkra daga eftir að-
gerð vegna placenta retenta, en að öðru leyti heiisaðist öllum sængur-
konum vel.
Hólmavíkur. Varð ekki vart, svo að vitað sé.
Sauðárkróks. 1 kona fékk barnsfararsótt eftir fæðingu og dó. Hitt
tilfellið, sem skráð er, var abortus febrilis.
Þórshafnar. 1 mjög vægt tilfelli.
Egilsstaða. 21 árs primipara fékk hita, 38°, á öðrum degi eftir
eðlilega fæðingu. Batnaði skjótt við súlfaþíazólgjöf.
Nes. 1 tilfelli, vægt, batnaði fljótt við súlfaþíazól.
Búða. Kona fékk parametritis eftir vendingu og framdrátt á dauðu,
en fullburða fóstri. Hafði inikia nephritis. Fylgjan var föst, og var
hún losuð og sótt með hendi. Féklt súlfaþíazól og batnaði fljótt og vel.
Breiðabólsstaðar. 1 primipara veiktist mjög vægt og batnaði að viku
bðinni við súlfagjöf.
Keflavík. 3 konur veiktust af bráðri hitasótt eftir fæðingu, og er því
talið undir barnsfararsótt, þar sem aðrar orsakir fundust ekki. En
læknirinn má helzt ekki nefna barnsfararsótt, svo sumar ljósmæður
beyri. Sá sjúkdómur virðist ekki til í þeirra orðasafni og ekki hugs-
anlegur undir þeirra handleiðslu. Er hún þó ekki alltaf „lege artis“.
6. Gigtsótt (febris rheumatica).
Töflur II, III og IV, 6.
S júklingafiöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl......... 105 79 75 85 117 95 83 44 42 40
Hánir ........ 1 „ 1 „ „ 1 „ 3 2 1
Læknar láta þessa getið:
Ísafi. 2 tilfelli, mjög væg, voru skráð.
Sauðárkróks. 1 tilfelli, miðaldra maður. Batnaði sæmilega.
Akureyrar. 1 tilfelli skráð, og var þar um 54 ára bónda að ræða, sem
lá 3 mánuði rúmfastur vegna þessa sjúkdóms. í bókum sjúkrahúss
Akureyrar er getið um 1 konu frá Akureyri, 59 ára.
Grenivikur. 1 létt tilfelli.
Nes. Skráð tilfelli frekar væg, en lega þó alllöng.
Breiðabólsstaðar. Mjög þungt tilfelli, sextugur sjómaður úr Reykja-
vík. Frétti ég', að fundizt hefði gröftur í liðunum í Reykjavík, eftir
að hann var fluttur þangað. Þó munu læknarnir þar hafa talið, að
urn gigtsótt hafi verið að ræða frá upphafi.