Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 24
22
G,erði hvergi vart við sig nerna í Reykjavík, þar sem skráðir eru 2
sjúklingar (hjón), en eftir á þótti víst, að barn þeirra, skráð með
kverkahólgu, hefði í raun og veru haft barnaveiki. Dó það og er talið
dáið úr barnaveiki.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Barn veiktist á Laugarnesvegi, og var lengi vel af læknunum
talin hálsbólga. Um síðir komst þó upp, að þetta var barnaveiki, en
þá var það um seinan, svo að barnið dó. Ekki var hægt að finna
upptök veikinnar, en foreldrarnir (faðirinn norskur) reyndust bæði
smitberar og konan lasin. Bæði voru sett á Farsóttahúsið. Annað
barn, sem þau áttu, veiktist ekki. Nærri algert hlé varð á bólusetn-
ingum g'egn barnaveiki eftir hina miklu hrotu 1946. Aðeins frum-
bólusett 21 barn og endurbólusett 17.
ísafí. Bólusetning fór frarn á árinu.
Laugarás. Kom ekki fyrir, svo að ég viti, en fyrrverandi héraðs-
læknir hafði byrjað á bólusetningu á börnum 1946 og bólusett tvisvar.
Var nú þeirri bólusetningu haldið áfram og bólusett í 3. sinn, en var
þó ekki að fullu lokið á árinu.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
Sjúklingafiöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1915 194G 1947
Sjúkl........ 12 618 2941 135 338 9 49 332 20 85
Dánir ....... „ 2 5 1
í byrjun ársins virðist nokkur faraldur blóðsóttar hafa verið í
Akureyrar- og Dalvíkurhéruðum, en fyrir honum er ekki gerð nán-
ari grein (sbr. þó ummæli Akureyrarhéraðslæknis liér á eftir um
iðrakvef).
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Skráðir 2 sjúklingar á árinu með þessa veiki, en þar sem engir
fleiri veiktust og sjúkdómsgreiningin var ekki sönnuð með smásjár-
rannsókn, verður óhjákvæmilegt að draga í efa, að um þessa sótt hafi
verið að ræða.
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
Sjúklingajjöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl......... 9 7 8 13 14 15 9 9 12 13
Dánir ........ 3 2 1 3 3 3 1 1 1 1
Auk þessara 13 sjúklinga, sem skráðir eru á mánaðarskrár í 8 hér-
uðum (Rvík, Hafnarfj., Patreksfj., Sauðárkróks, Þórshafnar, Egils-
staða, Nes og Keflavíkur), eru á ársyfirliti skráðir 8 sjúklingar í jafn-
mörgum héruðum (Hafnarfj., Borgarnes, Búðardals, Seyðisfj., Eskifj.
og Breiðabólsstaðar), en oftast mun hafa verið um að ræða fljótt af