Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 122
120
það mikil, að færri hafa komizt þar inn en viljað hafa, og hið sama
er að seg'ja um aðsókn að geðveikradeildinni.
Grenivíkur. Enginn sjúklingur lá í sjúkraherbergjunum þetta ár,
enda vantar alla hjúkrun.
Vopnafi. Aðgerð þeirri, sem hreppsnefnd hófst handa um á sjúkra-
skýlinu fyrir nokkrum árum, varð ekki lokið. Nú er von um, að takast
megi að Ijúka þessari aðgerð vegna styrks úr ríkissjóði, sem nú er
kominn hreppsnefndinni í hendur.
Egilsstaða. Eins og getið var um í síðustu ársskýrslu, fluttist héraðs-
læknir vorið 1946 í nýreistan læknisbústað á Egilsstöðum. Er í hon-
um íbúð fyrir héraðslækni og aðstoðarlækni, móttökustofa, apóteks-
kytra og auk þess 4 herbergi fyrir sjúklinga og' herbergi hjúkrunar-
konu. Ekki hófst nein sjúkraskýlisstarfsemi á árinu, en það hús-
næði, sem til hennar er ætlað, var leigt óviðkomandi fólki. Ber margt
til þess, m. a. það, að húsið er ekki fullgert enn, og ekki kominn sá
útbúnaður, sem nauðsynlegur er, til þess að sjúkraskýlisrekstur geti
hafizt, svo að gagn sé að. En það ætti hvort tveggja að standa til bóta
í framtiðinni. Hitt er lakara og erfiðara úr því að bæta, að frá húsinu
er á ýmsan hátt þannig gengið af þeim, sem réðu gerð þess og her-
bergjaskipan, að útilokað má heita, að það komi að því gagni, sem
til er ætlazt um sjúkraskýli.1)
Seyðisfi. Hjúkrunarfólk verður erfiðara að fá með hverju árinu,
sem líður, og er nú aðeins um útlendar hjúkrunarkonur að ræða
— út á land — en einnig getur tekið fyrir það með breyttum að-
stæðum, svo sem gjaldeyrishömlum og skömmtulagi.
Breiðabólsstaðar. Samþykkt hefur verið teikning að nýjum læknis-
bústað, og gætu framkvæmdir þegar hafizt, ef ekki stæði á fjárhags-
ráði, sem þegar hefur neitað einu sinni um leyfi til fjárfestingar.
Gamli bústaðurinn er með öllu óhæfur, eins og skýrslur fyrri héraðs-
lækna bera með sér.
Vestmannaeyja. Engar breytingar á sjúkrahúsinu, svo að teljandi sé.
Keflavikur. Það gerðist helzt til tíðinda á árinu i heilbrigðismálum,
að allir hreppar héraðsins gátu sameinazt um að ljúka byggingu
sjúkrahússins í Keflavík og gerðu samning um það, svo og rekstur
þess. Afhenti Rauðakrossinn í Keflavik héraðinu framlag sitt, er
hann hafði aflað til hússins, og nam það á annað hundrað þúsund
króna. Er þá þetta nauðsynjamál loksins leyst á hinn heppilegasta
hátt eftir margar árangurslausar tilraunir til samkomulags. Skal
það sagt viðkomandi hreppum til afsökunar tregðu sinnar í málinu,
að þeir töldu sig hafa aðgang að sjúkrarhúsum í Hafnarfirði og
Reykjavík, er nauðsyn krefði, en sýndu þó fyllsta skilning á því, er
á reyndi, að það væri bæði knýjandi nauðsyn fyrir sívaxandi athafna-
líf Keflavíkur og metnaðarmál fjórða stærsta læknishéraðs landsins
að eiga ekki allt undir högg að sækja hjá öðrum, þegar um hjúkrun
og Iæknishjálp sjúkra manna væri að ræða. Mun nú verða hafizt
handa á ný á næsta ári að hraða byggingu sjúkrahússins.
1) Hví Iét héraðslæknir slíkt viðgangast?