Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 48
46
staðnum hin síðari ár, og er slíkt leið fylgja fæðingarstofnana, svo
sem alþýða Rvíkur hefur gert sér ljóst og staðfest með nafngjöf
(Landsspítalabóla).
Psittacosis:
Vestmcinnaeyja. Ekki borið á psittacosis. Fýlungaveiði engin og ekki
borið á veikinni, síðan henni lauk.
Sepsis: Á mánaðarskrár er aðeins skráð 1 tilfelli, m. 15—20 ára í apríl
í Blönduós.
Blönduós. Sepsis hefur verið sett einu sinni á skrá. Var þar um að
ræða tanndrátt sem orsök. Maðurinn varð í bili talsvert veikur, fckk
prontosíldælu og súlfatöflur og batnaði.
Hafnar. Sepsis með endocarditis tel ég hafa komið fyrir hjá einuin
sjúklingi með greinilegum óhljóðum við stethoscopia cordis. Mors.
Tetanus: 1 Eskifj. er skráð á mánaðarskrá 1 tilfelli í júlí, m. 20—30,
en ekki gerð önnur grein fyrir.
Vestmannaeyja. Ekki gert vart við sig. Ef götuskítur fer í sár, er
tetanusantitoxín notað til varnar.
„Vierte Krankheit“: í mislingafaraldri á ísafirði er greindur þessi
sjúkdómur og skráð í maí 2 tilfelli, 5—10 ára: 1, 10—15 ára: 1.
ísafj. „Fjórði sjúkdómur" gerði vart við sig með mislingunum.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII, IX. og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
Sjúklingafföldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Gonorrhoea . 648 492 402 324 246 238 333 422 413 535
Syphilis ... . 6 14 67 83 142 84 74 47 43 80
Ulcus vener. . 99 99 2 3 3 2 99 2 1 3
Kynsjúkdómasjúklingum, einkum sárasóttarsjúklingum, fjölgar
ískyggilega, en margskráning gerist ef til vill tíðari en áður fyrir það,
hversu mjög fólk er nú á flökti um landið. Er í því sambandi eftir-
tektarvert, að kynsjúkdómalæknir ríkisins skýrir frá því, að tölu-
verður hluti sárasóttarsjúklinga lians hafi vitjað hans utan af landi,
og eru þá ýmsir þeirra efalaust tvískráðir.
Hér fer á eftir:
Skýrsla til landlæknis árið 1947
frá Hannesi Guðmundssyni, húð- og kynsjúkdómalækni
í Reykjavík.
Gonorrhoea. Sjúklingar með þenna sjúkdóm voru samtals 440 á ár-
inu. Þar af voru 126 konur og börn og 314 karlar. Langflestir þessara