Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 101
99
heilsaðist vel. Hjá annari pi’imipara var placenta sótt með hendi, þar
sem hún náðist ekki með öðru móti. Nokkur fósturlát komu fyrir,
fleiri en Ijósmóðurskýrslur gefa til kynna. Láta þær getið tveggja
fósturláta, bæði ca. tveggja til þriggja mánaða. Læknir (Pétur Thor-
oddsen) gerði excochleatio uteri í öðru tilfellinu. Barnið, sem fæddist
andvana, fætt 2 mánuðum fyrir tímann. Fylgjulos og blæðing frá
byrjun fæðingar.
Búða. Tilefni vitjana oftast ljósmóðurleysi, því að enn er engin
Ijósmóðir fengin í Fáskrúðsfjarðarljósmóðui’umdæmi. Gerð var vending
og framdráttur í 3 skipti, föst fvlgja losuð og sótt með hendi í 2 skipti.
Herða þurfti á sótt 4 sinnum. Fósturlát 1 (ca. 6 mánaða). 1 kona dó á
árinu vegna eclampsia puerperalis: hafði fætt tvisvar áður. Bæði
skiptin mikil nephritis um meðgöngutímann og eclampsismus, meðan
á fæðingu stóð. Ástandið þó verst í þetta skipti. Mátti heita rúmföst
síðara hluta meðgöngutímans vegna mikillar nephiútis. Fæðingarhríðir
byrjuðu eftir geðshræringu (reiddist hjálparstúlku, sem hjá henni var).
Fóstui-hljóð heyrðust engin, og hún hafði ekki fundið fósturhreyfingar
síðasta sólai’hi’ing. Hríðir lélegar og strjálar. Vatnið farið 5 tímum áð-
ur en hríðir byrjuðu. Eftir sólai’hi’ing var komin sæmileg útvíkkun, en
höfuð ekkert gengið niður. Konan að fram kornin. Þá gerð í lclóró-
foi’msvæfingu vending og fi’amdráttur á macereruðu fullburða fóstri.
Fylgju þrýst út stuttu siðar. Svo til engin blæðing. 3 tímum síðar byrj-
uðu ki-amparnir og héldust nær látlaust, þar til konan dó IV2 sólar-
hring síðar, þrátt fyrir klóral- og morfíngjöf.
Hafnar. 28 ára Il-para fæddi líflítið sveinbarn, sem lézt eftir 4
klukkutíma, þrátt fyrir slinnulausar lífgunartilraunir, sem virtust í
fyrstu ætla að duga. 3 fósturlát. Gerð abi’asio á 2 þeirra á spííala,
vegna þess að blæðingar byi’juðu hvað eftir annað, nokkrum dögum
eftir að þær fóru á stjá.
Breiðabólsstaðar. Langdregin fæðing vegna sitjandastöðu og sótt-
leysis hjá 25 ára primipara. Var fyrst látin hvílast, en siðan reynt að
öi'va sóttina með kiníni og pitúitríni, en árangurslaust. Fósturhljóð
fóru að verða mjög hröð (60), og var þá dreginn fram fótur í klóró-
formdeyfingu. Barnið var blátt, er það fæddist, en andaði fljótt og
sjálfkrafa og heilsaðist vel. Konunni gefið súlfa prophylaktiskt. Hún
fór á fætur daginn eftir og heilsaðist vel. Hef ég látið konurnar fara á
fætur þegar á öðrum degi, ef ekki er um alvarlega fylgikvilla að ræða.
hetta virðist gefast vel, og eru bæði mæðurnar og Ijósmæðurnar mjög
ánægðar með þetta fyrirkomulag.
Víkur. Vitjað einu sinni. Óskað eftir, að læknir kæmi með ljósmóður
vegna fjarlægðar (Eyjafjöll). Narcosis obstetrica. Injectio pituiti’ini.
Vestmannaeijja. 42 ára frumbyrja fékk eclampsia. Kom skömrnu
*yrir fæðingu úr Reykjavík, leitaði ekki læknis hér, þótt hún hefði
niikinn bjúg, fyrr en fæðing hófst samfara krömpunum. Var tekin í
sjúkrahúsið, og rak hvert krampakastið annað í tæpan sólarhring,
þrátt fyrir Stroganoffsmeðferð. Barnið náðist lifandi með vendingu og
framdrætti, að undangerðri útvíkkun, en kramparnir héldust, og
konan dó innan fárra klukkustunda frá fæðingu. Önnur kona, 37
ara að aldri, með toxaemia og nephi’itis chronica. Barnið andvana 2
L