Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 45
43
af faraldri fyrra árs. Varð síðan ekki yart fyrr en í mai, en alls skráðir
13 sjúklingar. Enginn sjúklingur féklc alvarlega lömun og flestir
enga, að því er séð varð, en voru samt flestir lengi að ná sér og
lágu lengi.
Breiðabólsstaðar. Veikin lagðist fremur þungt á sjúklingana í
byrjun, en batnaði fljótt, og engar residuallamanir urðu, svo að
vitað sé með vissu. Aftur á móti bar töluvert á langvinnum tauga-
verkjum, eftir að sjúkdómurinn var um garð genginn að öðru leyti.
Ekkert mannslát. Eftir lýsingunni að dæma líkist sjúkdómurinn
meira svo kallaðri Guillain-Barrés veiki (acut radiculo-neuritis) en
poliomyelitis anterior acuta.
Vikur. Mænusóttin kom upp í nóvember árið áður, fór rénandi, en
þó komu fyrir tilfelli frarn í apríl.
Eyrarbakka. Allmörg tilfelli fyrstu 3 mánuði ársins, en engar alvar-
legar lamanir.
Selfoss. Eins og um getur í síðustu ársskýrslu, var þessi sótt hér
talsvert á ferð siðustu mánuði ársins 1946, og hélt hún áfram að ganga
fyrstu 3 mánuði ársins. Lamanir urðu engar teljandi, og bötnuðu allar
fullu, þær, sem í ljós komu.
Laugarás. Sagt, að gengið hefði í héraðinu, áður en ég kom. Þóttist
eg verða var við nokkur dreifð tilfelli, en tek þó ekki ábyrgð á þvi,
Þvi að svo voru þau væg.
Keflavíkur. Allmargir fengu mænusótt, og dó 1 maður úr veikinni.
Veiktist hann mjög hastarlega. Á 3. degi fór að bera á andardráttar-
lönmn. Var maðurinn þá fluttur á Landsspítalann og lézt þar. 1 kona,
10 barna móðir, lamaðist í mjöðm og fæti, en fékk þó svo mikinn
bata, að hún gengur staflaus og getur sinnt heimilisstörfum að nokkru
leyti.
26. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 26.
Sjúklingafjöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl......... 145 129 171 102 106 119 102 130
Læknar láta þessa getið:
Bvík. Lítið getið á árinu.
Hafnarfj. Virtist vera um faraldur að ræða.
*safj. Fáein tilfelli.
Hvammstanga. 3 krakkar fengu þenna kvilla (ekki skráð).
Blönduós. Skráð 2 börn, en auk þess munnbólga með sárum í stúlku
a þrítugsaldri.
Sauðárkróks. Örfá væg tilfelli.
Batvikur. Alltaf öðru hverju, ekkert þungt tilfelli.
Akureyrar. Munu hafa verið eitthvað fleiri en skráð eru. Sjúkdóm-
ririnn verið fremur vægur.
Egitsstaða. Stöku tilfelli (ekki skrásett).
Vestmannaeyja. Veit um 4 væg tilfelli, en ekki skráð.
1946 1947
94 67