Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 242
240
sakbornings um, að hann hafi séð blóð í leggöngunum. Ekkert annað
hefur komið fram, sem bendir til þess, að um sjálfkrafa fósturlát
væri að ræða. Við sjálfkrafa fósturlát byrjar leghálsinn að vikka
ofan frá, en við skoðun yfirlæknisins kom í ljós, að efri hluti legops-
ins var ekki nægilega víkkaður fyrir töngina, sem hann notaði. Það
mælir gegn sjálfkrafa fósturláti. Blóð í leggöngum konunnar bendir
ekki sérstaklega á sjálfkrafa fósturlát, þar sem ýmsar orsakir geta
legið til slíks. Ekkert hefur komið fram, sem gefið gæti aðra skýr-
ingu á umræddum verksummerkjum, og ekki er neinum einkennum
lýst á konunni, sem bent gætu á byrjandi sjálfkrafa fósturlát.
Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék sæti yfirlæknirinn við
handlæknisdeild Landsspítalans, Guðm. próf. Thoroddsen, samkvæmt
5. gr. laga um læknaráð, með því að hann hafði áður tekið afstöðu
til málsins. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. 1. júní, var
Gunnar J. Cortes, sérfræðingur í handlækningum, samkvæmt tillög-
um læknaráðs, skipaður til þess að taka sæti hans í ráðinu við af-
greiðslu málsins. Samkvæmt 4. gr. laga um læknaráð var Guðmundur
próf. Thoroddsen kvaddur á fund deildarinnar, áður en málið var
afgreitt, og féllst hann á þær athugasemdir, sem deildin gerði við
svör hans.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 20. júní, staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 23. júní.
Málsúrslit. Sjá 4., 5. og 9. mál.
3/1949.
Hæstiréttur hefur með bréfi, dags. 2. maí 1949, samkvæmt úrskurði
kveðnum upp í réttinum s. d., óskað umsagnar læknaráðs í málinu:
Réttvísin gegn I. E-syni.
Málsatvik eru þessi:
I. E-son járnsmiður, f. 17. febr. 1910, búandi ... í Reykjavik,
liefur, með dómi aukaréttar Reykjavílcur 20. dcs. 1948, orðið sannur
að sök um þann verknað laugardagskvöldið 3. maí 1947 að fara,
án alls tilefnis, inn í skála nr. 1 við Háteigsveg með beitt sax i
höndum, ráðast þar á tvö börn, annað 2 ára, en hitt 8 ára, sem
voru ein í skálanum, með því að móðir þeirra var að þvo þvott i
þvottahúsi skammt frá, og stinga þau mörgum stungum með þeim
afleiðingum, að yngra barnið lét lífið samstundis. Er móðir barn-
anna kom til, réðst hann einnig á hana og stakk hana mörgum
slungum.
Hinn 7. maí 1947 hafði sakadómari kveðið upp úrskurð um það,
að geðheilbrigði I. skyldi rannsökuð af geðveikralækni. Hefur dr. Helgi
Tómasson, yfirlæknir geðveikrahælis rikisins, gefið skýrslur 20. og 27.
okt. 1948 um andlega heilbrigði I. (sbr. lögregluréttarskjöl 20—21). Að-
alályktun yfirlæknisins er sú, að I. sé „geðveill, „psykopat“, en hvorki
vanviti né geðveikur". Nánara segir hann svo: „I. E-son var þegar
frá barnæsku sérsinna, stíflundaður og fálátur, og hefur máske
nokkru ráðið þar um líkamslýti til augnanna. Hann aðhylltist