Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 205
203
orðið. Kirkjugarðnr að verða of lítill. Girðing léleg í kringum hann,
ekki fjárheld.
Grenivíkur. Samkomuhús hið sama og áður, en settir hafa verið í
það 2 nýir ofnar og eldavél.
Egilsstaða. Samkomuhús í 4 hreppum héraðsins og í smíðum 2 í
viðbót. Öll eru þessi hús úr steinsteypu, og öllum er það sameiginlegt,
að þau hafa í raun og veru aldrei verið fullgerð, aðeins komið í „ball-
hæft“ ástand. Kirkjur eru 10, 3 úr steini, en 7 úr timbri. Upphitun er
að nafninu til í 6 þeirra. Enn fremur mun Jón bóndi i Möðrudal vera
að koma upp kirkju á bæ sínum og byrjaði að steypa hana i haust.
Kirkjugarðar sumir vel hirtir, aðrir miður, jafnvel ógirtir. Heima-
grafreitir víða, yfirleitt snotrir og vel hirtir.
SeyðisJJ. Haustið 1946 var grafinn og steyptur grunnur undir vænt-
anlegt samkomuhús, en vegna skorts á byggingarefni var ekki hægt
að halda verkinu áfram þá. Loks þegar hægt var að hefja fram-
kvæmdir á ný, var skollið á bann við því að byggja slík hús, a. m. k.
úti á landsbyggðinni. Meira háttar samkvæmi verða þvi enn að fara
fram í sölum barnaskólans, en minna háttar í samkomuhúsi R. K,-
deildarinnar. Kvikmyndahús gamalt og fornfálegt er rekið í bænum
af hlutafélagi, sem gekkst fyrir ofannefndri samkomuhússbyggingu.
Kirkjugörðum er lítill sómi sýndur hér.
Vestmannaegja. Umgengni um samkomuhús fer batnandi, þó að
ekki sé hún eins góð og ætti að vera. Landakirkja var á síðasta ári
máluð að innan. Lokið hefur verið að steypa garð kringum lóð kirkj-
unnar. Umgengni góð.
Selfoss. í Gaulverjabæjarhreppi var reist myndarlegt samkomuhús,
sem hreppurinn og ýmis félög innan hans standa að.
18. Meindýr.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Engar skýrslur hafa borizt til skrifstofu minnar varðandi
rottueyðingu. Veggjalús eytt í 27 húsum, saintals 120 herhergjum, að
því er virðist með ágætum árangri.
Hafnarfj. Ekki kunnugt um meindýr hér önnur en rottur, en af þeirn
er mjög mikið hér í hrauninu.
Alcranes. Veggjalúsar eða húsaskíta hefur ekki orðið vart. Rottum
hefur fjölgað aftur, en þeim fækkaði mjög við eitrun þá, er fram-
kvæmd var um fyrri áramót. Minkar gera mjög vart við sig á Hval-
fjarðarströnd og torvelda hænsnarækt.
Ólafsvikur. Veggjalús i einu húsi — hvarf við DDT. Dufti stráð
þrisvar mánaðarlega i allar rifur og húsið sprautað með DDT. Kakar-
lakar engir.
Þingeyrar. Rottugangur er talsverður á Þingeyri, enda er æti fyrir
hana nóg, þar sem úrgangurinn úr húsum og vinnustöðvum liggur um
allar fjörur. Veggjalús var í einum hreppi héraðsins, þar eingöngu í
gisnum, gömlum timburhúsum, og hefur ekki tekizt að eyða henni
þaðan.
Flateijrar. Lítið borið á meindýrum á árinu, en munu þó vera hin