Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 206
204
sömu og verið hafa. Veggjaiúsin mun sennilega útdauð í Súgandafirði,
þökk sé DDT.
Bolungarvíkur. Eitrað var fyrir rottur með svipuðum árangri og
áður. Húsaskítur enginn.
ísaff. Heilbrigðisfulltrúi útvegar rottueitur, sem mönnum er látið í té
ókeypis, og leiðbeinir um notkun þess. Kvartanir um rottugang munu
heldur fara vaxandi.
Blönduós, Meindýr hafa ekki borizt hingað af nýju tagi, og enn hefur
liéraðið sloppið við rottur.
Sauðárkróks. Alltaf talsvert um rottur í kaupstaðnum, en haldið í
skefjum með eitrunum. Húsaskítir veit ég ekki til að séu neins staðar
nú, en aftur á móti hefur í fyrsta sinn, að því er ég held, orðið vart
veggjalúsar í héraðinu. Var það á Varmalæk. Hefur ekki enn þá verið
hafizt handa um útrýmingu.
Ólafsjj. Mjög mikill rottugangur, enda nóg æti og' ekki eitrað i
nokkur ár.
Alcureyrar. Mjög mikill rottugangur var hér fyrra hluta ársins, en
síðast í maímánuði komu hingað 3 Englendingar, sem voru sérfræð-
ingar í rottueyðingu og voru á vegum The British Ratin Company Ltd.,
en félag þetta hafði tekið að sér í ákvæðisvinnu fyrir ca. 120 þúsund
krónur að annast rottueitrun á Akureyri, Glerárþorpi og nágrenni
bæjarins. Eitrun þess bar milcinn árangur, og var mjög lítið um rottur
hér fyrst á eítir, en heldur virðist þeim vera að fjölga nú aftur, þrátt
fyrir það, að stöðugt hefur verið eitrað síðan, þar sem rottu hefur
orðið vart.
Grenivíkur. Talsvert er af rottum við sjóinn og í sveitinni, sérstak-
lega þar, sem illa er hýst. Halda þær sér þar, sem þær helzt ná sér í
æti, t. d. í hænsnakofum og sums staðar í fjósum, þar sem kúm er
gefinn matur.
Seyðisfj. Hér eingöngu um rottur að ræða, en illa gengur að vinna
á þeim, þrátt fyrir eitranir, sem því miður koma sjaldan að tilætluðum
notum.
Vestmannaeyja. Rottur gera mest tjón og talsvert er af þeim, en of
dýrt þykir að eyða þeim, og má því ætla, að ráðamenn bæjarins meti
tjón af völdum þeirra minna en eyðingarkostnaðinn. Rottueyðing stóð
til boða, en þótti of kostnaðarsöm.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Rvilz. Heilbrigðisnefnd hélt 9 fundi á árinu. Af því, sem þar gerðist,
skai þetta helzt nefnt: Leyfðir voru 10 nýir veitingastaðir, 2 full-
komnar mjólkurbúðir og 2 aðrir mjólkursölustaðir, þar sem aðeins
var leyft að selja mjólk í Iokuðum flöskum frá mjólkurstöðinni, 5
fisksölubúðir og 4 kjöt- og matvælabúðir.
Hafnarfj. Heilbrigðisnefnd hóf undirbúning að nýrri heilbrigðissam-
þykkt á árinu.
Akranes. Enginn fundur hefur verið haldinn á árinu, þar sem for-
maður hefur talið sér það ókleift vegna annríkis.