Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 231

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 231
229 Gíslasonar, því að ofan á annað er hann ekki fyrir hendi í eiginhand- arriti, heldur aðeins í uppskriftum gerðum tveimur mannsöldrum eftir daga höfundarins. Getur því hver, sem vill, fundið sér til að telja vafasamt, að annállinn sé rétt heimfærður til höfundar og tíma, eða væna uppskrifara um, að þeir hafi aukið hann og ýkt frá fyrstu gerð. Með þetta í huga var gerð gangskör að því að leita áður ókunnra heimilda, ef til væru í Þjóðskjalasafni, um hinn austfirzlca hundaæðis- faraldur. Var fyrst borið niður í safni bréfa prófasta og presta í Aust- fjörðum til Skálholtsbiskups á þvi tímabili, sem um ræðir. Sú leit bar engan árangur. Þá var flett bréfum sýslumanna í Múlasýslu til amt- manns frá sama tímabili. Og viti menn! Þar kom í leitirnar bréf, dags. 26. september 1765, frá Pétri sýslumanni á Ketilsstöðum Þorsteins- syni, og í því eftirfarandi póstur: í Norðfirði skulu nær allir hundarnir i sveitinni vera dauðir af pest eður raserie, sem og á mínum bæ 5 kýr úr lakasótt, og þetta hefur skeð ei á fullum mánuði. Hundapestina meina menn komna frá Hollendskum, en kúadauðinn innbyrla ég mér að þar af komi, að þær hafi af þeim göldu hundum bitnar verið. í öðru sýslumannsbréfi til amtmanns er í skemmtilegum bréfkafla vikið að sama efni. Er það í bréfi, dags. 4. nóvember 1766, frá Bryn- jólfi sýslumanni í Hjálmholti í Flóa Sigurðssyni (f. 1708, d. 1771). Mr. Einar (Stefánsson, f. 1735, d. 1812, síðar prestur á Hofi í Vopnafirði, er þá hafði komið að austan til vígslu í Skálholti og vígðist 14. desember 1766) segir árferði í Austfjörðum viðlíka og hér ... Hundaæði fari i rénun, af hverju menn og skepnur hafi tjón fengið, sérdeilis hafi nautpeningur dáið og allar kýr á nokkrum bæjum. Þessir ólmu hundar hafi á fjöll hlaupið all- margir .. . Ég skelf og titra fyrir processum þeirra andríku — (þ. e. Finns Jónssonar Skálholtsbiskups, sem átti kröfu á bréfritarann vegna kúgilda kirkju á Leirubakka á Landi, sem þá hafði verið lögð niður) og vil forðast þá og flýja, engu síður en liundaæðið í Austfjörðum. Eftir að þessar óvefengjanlegu samtímaheimildir eru komnar i leit- irnar og frásögnin af hinum söinu atburðum i annál séra Halldórs Gíslasonar hefur verið metin í Ijósi þeirra með tilliti til þess, hver líltindi hún ein út af fyrir sig hafði við að styðjast, verður ekki efazt um, að öruggt sé að taka upp í sóttarannála íslands skæðan hunda- æðisfaraldur í Austfjörðum á árunum 1765—1766. Á ísland þá sína hlutdeild í faraldurssögu þessarar víðfrægu sóttar, sem á sér svo langan slóða aftur í aldir. En svo langt sem saga hundaæðis nær aftur, mun hún fyrir tilverknað Pasteurs ná enn lengra fram. Með hinu frábæra afreki sínu að finna það læknisráð við hundaæði, er átti fyrir sér að valda aldaskiptum um viðnám við næmum sóttum, hefur Pasteur skráð heiti hundaæðis svo óafmáanlegu letri í annála lækna- vísindanna, að aldrei mun fyrnast. Ekki skiptir umtalsverðu máli það, er á milli ber vitnisburðar annáls séra Halldórs Gíslasonar, að brezkt skip hafi verið við riðið upphaf hundaæðisfaraldursins eystra, og þeirrar ágizkunar Péturs sýslumanns Þorsteinssonar í bréfi hans til amtmanns, að sóttin hafi borizt í land iir hollenzku skipi. Þó að ekki séu handbærar heimildir varðandi hunda- æði á Hollandi, mun óhætt að gera ráð fyrir svo nánum viðskiptum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.