Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 148

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 148
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“ 147 lifi af. en mannlegt eðli mótaðist einnig af því hvernig hópar keppa við aðra hópa. Hér er verið að styðjast við þá kenningu Darwins sem aftur hefur hlotið brautargengi á síðustu árum að þeir hópar sem séu samheldnir og vinni náið saman séu hæfari til að lifa af en hópar sem settir séu saman af sjálfselskum einstaklingshyggjumönnum.62 Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt segir í bók sinni The Righteous Mind. Why Good People are Divided by Politics and Religion að siðferðileg rök- hyggja sé eiginleiki sem maðurinn hafi þróað til þess að styrkja félagsleg mark- mið sín, til þess að réttlæta gjörðir sínar og til þess að verja hópinn sem hann tilheyrir.63 Siðfræði snúist ekki bara um skaða og sanngirni heldur einnig um frelsi, hollustu, vald og heilagleika. Siðferði bindur okkur því í senn saman og blindar okkur. Fræg setning mark Twain, „allt lítur út eins og nagli fyrir mann sem heldur á hamri“ kjarnar hugsunina um siðferði sem blindar, um hlutdrægnina sem býr í dómum okkar. Haidt leggur áherslu á hversu fljót við séum að mynda okkur skoðanir og taka okkur siðferðilega stöðu, það sé þó byggt á innsæi fremur en rökhugsun.64 Það sem skipti máli þegar kemur að stjórnmálaskoðunum fólks sé að þær séu einkennismerki um þann félagslega hóp sem við tilheyrum. Hópurinn okkar skiptir okkur miklu máli, hvort sem um er að ræða þann sem við tilheyrum út frá kynþætti, svæði, trúarbrögðum eða pólitík. Pólitískar og siðferðilegar skoðanir leiði til hópamyndunar. Haidt segir að siðferðileiki samfélaga byggi á þeirri hugmynd að fólk 62 Darwin segir í The Descent of Man að ekki megi gleyma því að hár siðferðlegur mælikvarði gefi hinum einstaka manni og börnum hans enga eða næstum enga yfirburði ef bera á þau saman við aðra einstaklinga í sömu hjörð. en almennar framfarir í siðferðilegum mælikvörðum og umtalsverð fjölgun á vel gerðum (e. well- endowed) einstaklingum innan hjarðarinnar gefa henni mikla yfirburði fram yfir aðra hópa. ekki leikur vafi á að hjörð sem inniheldur meðlimi sem hafa til að bera ættjarðarást, hollustu, hugrekki og samúð, sem eru alltaf reiðbúnir til að hjálpa og fórna sér fyrir almenningsheill, hefur vinninginn yfir flestar aðrar hjarðir. Sjá Charl- es Darwin, The Descent of Man, and Selection in Relation to Sex, Princeton/New Jersey: Princeton University Press, 1981, bls. 166. 63 Jonathan Haidt, The Righteous Mind. Why Good People are Divided by Politics and Reli- gion, New York: Pantheon Books, 2012, epub, loc. 16. Í grein sinni „When morality Opposes Justice“ ræða Haidt og Graham um skilgreiningar á siðferði í tengslum við hægri og vinstri stjórnmál. Þeir benda á að viðhorf íhaldsmanna til félagslegs rétt- lætis virðist vera ósiðleg og hafi verið útskýrð sem réttlætingakerfi eða félagsleg yfir- ráð. Þeir færa rök fyrir því að svæði siðferðilegra hugsjóna sé miklu víðara og greina fimm grundvallaratriði er varða siðferðiskennd okkar. Sjá Jonathan Haidt og Jesse Graham, „When morality Opposes Justice. Conservatives Have moral Intuitions that Liberals may not Recognize“, Social Justice Research 20: 1/2007, bls. 98–116, hér bls. 98. 64 Jonathan Haidt, The Righteous Mind, loc. 77.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.