Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 161

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 161
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR 160 mannsins og lítur svo á Sunna elvira sé meðsek og eigi örlög sín nógu mikið skilið til þess að leyfilegt sé að hæðast af henni. Líkt og í tilfelli kjósenda Trumps, myndar hópurinn einingu og samstöðu vegna þess að tilfinning- arnar taka yfir, í þessu tilfelli sameinast hann mögulega í viðbjóði sínum á fólki sem brotið hefur samfélagsreglur. Svipaður viðbjóður braust fram í Kaustursmálinu en þá var honum beint að gerendunum, þingmönnunum sem brutu á Freyju Haraldsdóttur. Við- brögðin náðu hugsanlega hápunkti þegar leikarar í Borgarleikhúsinu leik- lásu samtalið sem var tekið upp á Klausturbar fyrir fullu húsi áhorfenda en viðburðinum var auk þess streymt.90 Líta mætti á gjörninginn sem sérstaka tegund af refsingu fyrir siðferðisbrot þar sem hópurinn leitar sinna eigin leiða til að taka niður þá sem sýna af sér slæma hegðun. Christopher Boehm ræðir um jafnrétti innan safnara- og veiðimannahópa (e. hunter-gatherers) í bók sinni Hierarchy in the Forest og þær leiðir sem þeir fara til þess að halda jafnrétti innan hópsins. mikilvægt er að taka þá niður sem sækja sér of mikil völd, sýna af sér slæma árásargjarna hegðun eins og í kynferðismálum eða varðandi misnotkun, arðrán, ofbeldi eða með því að deila ekki. ein- staklingarnir innan hópsins voru því jafnréttissinnaðir, en ekki friðarsinnar og notuðu ýmsar leiðir til þess að tryggja það að enginn fengi of mikil völd. Það sem hjörðin gerir meðal annars er að nota gagnrýni og háð til þess að taka þá niður sem sýna af sér árásargirni eða andfélagslega hegðun með það í huga að endurheimta jafnvægið í hópnum.91 Jonathan Haidt segir að viðbjóðstilfinningin eigi uppruna sinn í því að halda okkur frá öllu sem er skítugt, mengað og eitrað en að siðferðileg brot veki nú upp með okkur sambærilega kennd.92 Paul Bloom er á svipuðum slóðum í bók sinni Just Babies. The Origins of Good and Evil en hann segir að viðbjóður kveiki andstæðar kenndir við samlíðan. Samlíðan geti dregið fram væntumþykju og óeigingirni en viðbjóður geri það að verkum að okkur sé sama um þjáningar annarra og geti leitt til grimmdarverka, afmennskunar og andstyggðar. Sá sem upplifi viðbjóð sjái þá sem tilfinningin beinist að sem 90 Sjá „Samtalið á Klaustri. Leiklestur í Borgarleikhúsinu“, Vísir, 4. desember 2018, sótt 1. ágúst 2022 af https://www.visir.is/k/31333a5e-50a5-48f1-900d-519ba2a- 6347c-1543934677888/. 91 Sjá Christopher Boehm, Hierarchy in the Forest. The Evolution of Egalitarian Behavior, London: Harvard University Press, 1999, bls. 43–44. 92 Jonathan Haidt, The Righteous Mind. Why Good People are Divided by Politics and Religion, loc. 149. Sjá einnig grein Haidt ofl.: „Body, Psyche, and Culture. The Relationship between Disgust and morality“, Psychology and Developing Societies 9: 1/1997, bls. 108–131, hér bls. 108.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.