Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 9

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 9
VERA KnÚTSDóTTIR 14 ímyndarsköpunarinnar og annmarka hugmynda um hina miðlægu karlhetju; ekki síst í ljósi þess að karlmönnum, bankamönnum og útrásarvíkingum, var fyrst og fremst kennt um orsakir þess og að hafa siglt þjóðarskútunni í strand. Því er sérlega áhugavert að leiða hugann að því hvernig kvenhöfundar á Íslandi fjalla um atburðina og greina þá, en í fræðilegri umræðu um hrunbókmenntir hefur hallað á það sjónarhorn.23 Í báðum skáldsögunum sem hér eru til greining- ar má greina átök um sjálfsmynd frá sjónarhorni kyngervis sem afhjúpar stoðir feðraveldis og valdamisræmi milli sögupersóna af ólíkum kynjum. Hér er einnig nauðsynlegt að velta fyrir sér þeim draugagangi sem birtist í skáldsögum frá tímabilinu og finna má í báðum verkum, með ólíkum hætti þó, sem hér liggja til greiningar. Í upphafi kaflans minntist ég á hvernig hið ókennilega birtist sem þvermenningarlegt fagufræðilegt andsvar við hinu alþjóð- lega fjármálahruni sem skók vestræna heimsbyggð árið 2008, og hvernig hefur verið gert grein fyrir því af fræðimönnum beggja vegna Atlantshafs. En í hverju felst þessi fagurfræði og hvernig birtist hún í hrunfrásögnum? Sigmund Freud skilgreinir hugtakið „das unheimlich“ sem fagurfræði í frásagnagerð sem vekur ugg með lesendum og skapar ótta.24 Á íslensku var hugtakið upphaflega þýtt sem hið óhugnanlega af Sigurjóni Björnssyni sem þýtt hefur helstu fræðigreinar Freuds yfir á íslensku. Í dag virðist hið ókennilega hafa fest sig í sessi í íslenskri fræðaum- ræðu en hinu ankannalega hefur einnig verið varpað fram og hefur viss hljóðræn líkindi við enska þýðingu orðsins „the uncanny.“25 Enska orðið nær aftur á móti ekki að endurspegla þau mikilvægu tengsl sem þýska orðið hefur við hugmyndina 23 flestar greinar og bækur sem ég fundið, fjalla aðeins um íslenskar hrunbókmenntir frá sjónarhorni karlhöfunda nema grein Gunnþórunnar um verk Álfrúnar Gunnlaugsdótt- ur, Siglingin um Síkin: „Precarious States of Being“ í Iceland-Ireland: Memory, literature, culture on the Atlantic Periphery. Þessi grein er liður í stærra verkefni þar sem íslenska bankahrunið er skoðað út frá sjónarhóli kvenhöfunda. 24 Sigmund freud, „Hið óhugnanlega“, Listir og listamenn, Sigurjón Björnsson þýddi og ritaði inngang, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2004, bls. 191–238. Sigmund Freud, „The Uncanny“, (1919), þýðandi Alix Strachey í Writings on Art and Literature, Stan- ford: Stanford University Press, 1997, bls. 193–233. 25 Sama heimild. Í greininni „Kóralína og mæður hennar. Um vandkvæði þess að skipta um móður í Kóralínu eftir neil Gaiman,“ sem birtist í Ritinu árið 2021, skrifar Dagný Krist- jánsdóttirr til dæmis að „smám saman hefur önnur þýðing [en þýðing Sigurjóns „hið óhugnanlega“] á hugtakinu rutt sér til rúms meðal bókmenntafræðinga eða hið ókennilega og það er notað hér.“ Ritið 1/2021, bls. 81–102, hér bls. 91 í neðnamálsgrein. Aðspurð sagði Dagný hafa stuðst við þýðingu Guðna Elíssonar á hugtakinu. Þá minnist ég þess að hafa heyrt Ármann Jakobsson velta því upp hvort „hið ankannalega“ sé þýðing sem hæfi hugtakinu vel, í fyrirlestri á Hugvísindaþingi fyrir þó nokkrum árum síðan. Ármann kannaðist við það en tók fram að vangavelturnar væri ekki að finna á prenti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.