Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 10

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 10
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS 15 um heimilið. Upphaflega er „unheimlich“ skilgreint sem andstæða „heimlich“, á ensku „homely“ og á íslensku „heimilislegt“, í merkingunni látlaust eða fábrotið. Ógreinileiki hugtaksins liggur ekki aðeins í þýðingu þess, því í grunninn er það margrætt, samkvæmt Freud, sem útskýrir hvernig „heimlich“ er upprunalega flókið hugtak sem býr að minnsta kosti yfir tveimur ólíkum merkingum.26 Annars vegar vísar það í hugmyndina um heimili sem öruggt rými sem einkennist af nánd og öryggi, fábrotnum huggulegheitum og nostalgíu. Á hinn bóginn tjáir það eitthvað sem er hulið, falið og geymt úr augsýn. Neikvæða formerkið „un“ bætir einhverju óþægilegu og undarlegu við orðið, að mati Freuds, sem gefur til kynna tengsl milli heimilisins, öruggs rýmis einkalífs fjölskyldunnar, við falin leyndarmál fortíðar; eitthvað sem er niðurbælt á stað sem iðulega er talinn ör- uggur og friðsæll. Freud vísar í útskýringu þýska heimspekingsins Schelling til að komast að eftirfarandi niðurstöðu: „Því að þetta óhugnanlega [innskot: ókenni- lega] er í rauninni ekkert nýtt eða framandi, heldur eitthvað, sem er handgengið og gamalkunnugt í huganum, en hefur einungis fjarlægst hann við bælingu.“27 Hið ókennilega verður þar af leiðandi til við bælingu því það er upphaflega eitthvað sem fólk þekkir og kannast við en bælir, og við það umturnast það og breytist í eitthvað sem er óþekkt og vekur óhugnað. Ef hið ókennilega er sett í samhengi við minni og minningar má leiða fram hvernig það skilgreinir endur- komu óþægilegra minninga; atburða sem sjálfsveran leitast við að gleyma og vill helst ekki rifja upp. Í skáldsögunum sem ég fjalla um hér síðar má greina flótta hjá sögupersónunum, sem neita að horfast í augu við „drauga“ fortíðar og uppskera í staðinn ákveðna truflun í formi draugagangs. freud dregur fram tengsl á milli hins ókennilega og málefni dauðans og dauðra líkama: „Mörgum finnst það afskaplega óhugnanlegt [innskot: ókenni- legt], sem viðkemur dauða, líkum, endurkomu dauðra, anda og drauga.“28 Dauðinn vekur ugg og óhugnað því tengsl okkar við yfirvofandi endalok eru flókin og erfið vegna tveggja ástæðna að mati Freuds. Sú fyrri lýsir þeim erfiðu tilfinningum sem vakna þegar við þurfum að bregðast við dauðanum, en sú seinni hvernig dauðinn endurspeglar óvissu í sinni verstu mynd því við vitum svo lítið um hann og hvað raunverulega gerist þegar við deyjum. Freud skilgreinir óttann við dauðann sem frumstæðan ótta sem veldur því að við skilgreinum hinn 26 Sigmund freud, „Hið óhugnanlega“, bls. 219. 27 Sama heimild, bls. 219. Upphafleg tilvitnun: „This uncanny is in reality nothing new or alien, but something which is familiar and old-established in the mind and which has become alienated from it only through the process of repression.“, Sigmund freud, „The Uncanny“, bls. 217. 28 Sigmund freud, „Hið óhugnanlega“, bls. 220.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.