Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 41

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 41
SuNNA DÍS JeNSDóTTIR 46 að sögupersónurnar standa á mörkum siðmenningarinnar þar sem stutt er í hið villta eðli mannsins. óbyggðunum fylgir dulúð enda liggur „þunn þokuslæða […] yfir hrauninu og skygg[ir] á fjöllin“ (8). Hinu gotneska andrúmslofti er einnig komið til skila með íslenskum hætti þar sem er vísað til þeirra veðurbreytinga sem haustið getur haft í för með sér þegar sólardögunum fækkar og grámi og þyngsl taka yfir. Sagan á sér stað í ágúst- mánuði en strax frá upphafi er lesendum gert það ljóst að hann er allt annað en notalegur. Í raun eru dagarnir „grámyglulegir og næturnar dimmar undir þung- skýjuðum himni“ (8). Frekari vísun í veðurfarið kemur fram í draumi Brynju þar sem hún sér „risavaxið, svart ský sem breiddi úr sér og hreyfðist hratt í átt að blokkinni. Og það var allt á iði, líkt og eitthvað væri að brjótast um innan í því“ (62). Þessi martröð reynist vera fyrirboði sem rætist því í lokabardaga barnanna við ófreskjuna birtist skýið fyrir ofan fjallstindana og stefnir á blokkina (290).28 Þótt óveðrið eigi upptök sín í óbyggðunum er ekki þar með sagt að illskan spretti þaðan. Þvert á móti reynist náttúran griðarstaður þeirra sem samfélagið útskúfar líkt og sjá má í sögulok þegar Ísak og undarlega veran Dúi leggja á flótta út í öræfin. Þeir þykja óþægilegir og eru fordæmdir fyrir voðaverkin sem þeir fremja, án þess að tekið sé tillit til hinna hörmulegu aðstæðna þeirra. Tilvist þeirra rúmast ekki innan samfélagsgerðarinnar, þeir eru bæði þolendur og ger- endur, og þeir flýja inn í þögnina, eða þöggunina, þar sem menningunni stendur ekki lengur ógn af þeim. Ísaki er kennt um illvirki skrímslisins en í raun og veru er hann jafn mikið fórnarlamb þess og allir aðrir. Sköpun skrímslisins er á ábyrgð allra íbúa blokkarinnar, og þá sérstaklega hinna fullorðnu sem gerst hafa sekir um ýmiss konar misgjörðir.29 Dúi er hins vegar skringileg vera sem drepur hóp af fólki á hryllilegan hátt og vekur upp ótta og skelfingu meðal þeirra sem mæta honum. Hann er risavaxinn en drengslegur og með augu á stærð við undirskálar sem bunga út úr höfð- 28 Hér má nefna að Freud lagði mikla áherslu á draumráðningar. Taldi hann drauma vera farveg dulvitundarinnar og að greining þeirra leiddi í ljós ýmsar sálrænar flækjur mannsins. Hann sagði táknmálið sem birtist í draumum liggja til grundvallar ævintýrum og goðsögum og að tilkomu sköpunar þeirra mætti skýra með því að ákveðin einkenni drauma væru sameiginleg meðal manna. Sigmund Freud, Um sálgreiningu, þýðandi Maia Sigurðardóttir, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1976, bls. 78–79. 29 Tekið skal fram að Ísak er þó ekki alsaklaus þar sem hann stofnar Brynju og öðrum í hættu með ýmsum máta í gegnum söguna og notar til þess yfirnáttúrulega krafta sína. Hann þolir höfnun illa, hefur litla stjórn á reiði sinni og samskipti hans við krakkana gefa til kynna að hann búi ekki yfir mikilli félagslegri færni. Líkt og fjallað er um síðar í greininni hefur Ísak alist upp við mikla einangrun og vandasamar heimilisaðstæður sem getur að vissu leyti skýrt vafasamar gjörðir hans og illgirni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.