Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 12

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 12
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS 17 útskýrir: „Hið ókennilega er teygjanlegt hugtak í bókmenntum og talmáli, sem sett er í samhengi við upplausn á mörkum hins þekkta og óþekkta, og tjáir trufl- un chez soi [(heima) hjá sér] bæði sem staðsetning eða umhverfi, en einnig í sjálfs- mynd.“33 Franska orðasambandið „chez soi“ þýðir bókstaflega „með sjálfum sér“ en er iðulega notað til að tjá hugmyndina um heimilið („heima hjá sér“) og gefur til kynna náið samband heimilis og sjálfs. Umhverfið tekur því að spegla hugarástand sjálfsverunnar, húsið og innviðir þess kallast á við huga íbúans sem þar býr. Reimda húsið endurspeglar hættu eða ógn sem ásækir heimilið og skír- skotar í þann undirliggjandi ótta sem gæti einkennt samfélag við efnahagshrun. Í því skyni verður reimda húsið að tengingu á milli samfélagsástands, hér efna- hagshrunsins, og sjálfsveru sem gengið hefur í gegnum djúpstætt áfall og upplifir kvíða og ótta í núverandi ástandi. Hrunhrollvekjan Ég man þig Rétt eftir bankahrunið haustið 2008, og á upphafsárum kreppunnar sem fylgdi í kjölfarið, hóf Yrsa Sigurðardóttir, sem á þeim tíma var vel þekkt bæði innan- lands og utan fyrir glæpasögur sínar um lögfræðinginn Þóru, að skrifa drauga- og spennusögur sem voru meira í ætt við hrollvekjur en hefðbundnar glæpa- sögur.34 Horfðu á mig (2009), Ég man þig (2010) og Brakið (2011) eru allt sögur sem fjalla um reimleika, drauga og falin leyndarmál á sögusviði sem markað er af efnahagshruninu og segir frá sögupersónum í fjárhagslegum þrengingum vegna samfélagsástandsins.35 Sögurnar urðu afar vinsælar á meðal lesenda og gerðu Yrsu að einum fremsta glæpasagnahöfundi á landinu en árið 2011 velti hún í fyrsta skipti glæpasagnakonunginum Arnaldi Indriðasyni úr efsta sæti metsölu- 33 „Associated with the breakdown of the boundaries between strange and familiar, the uncanny is an elusive literary and colloquial term which expresses the disturbance of the chez soi [home/with oneself] both as location or environment and as an instance of selfhood.“ Daisy Connan, Subjects Not-at-home, bls. 111. Þýðing mín. 34 Hér er vert að taka það fram að þessar greinar eru auðvitað náskyldar, en miðað er við að hin hefðbundna glæpasaga hverfist fyrst og fremst um glæp og leitina að lausninni. Spennusaga er ekki endilega alltaf glæpasaga, og draugasaga er ekki alltaf hrollvekja. Úlfhildur Dagsdóttir ræðir um hvernig Yrsa nýtir sér efni úr þjóðsögum en einnig úr vel- þekktum nútímahrollvekjum og nefnir sérstaklega The Haunting of Hill House eftir Shirley Jackson frá árinu 1959. Úlfhildur Dagsdóttir, „Ég man þig“, Bókmenntavefurinn, nóvember 2010. Þá útskýrir Guðni Elísson hvernig „hrollvekjan sem bókmenntagrein á rætur að rekja til gotnesku skáldsögunnar (e. The gothic novel) sem varð vinsæl á Englandi skömmu eftir miðja 18. öld“ í greininni „Dauðinn á forsíðunni: DV og gotnesk heimssýn“ í Skírni 180/2006, bls. 105–132, hér bls. 110. 35 Yrsa Sigurðardóttir, Horfðu á mig, Reykjavík: Veröld, 2009; Ég man þig, Reykjavík: Veröld, 2010; Brakið, Reykjavík: Veröld, 2011.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.