Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 83

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 83
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON 88 sagnirnar um þetta hafi tekið á sig því ægilegri mynd eftir því sem þær gengu oftar á milli fólks skal ósagt látið. Í raun var almennum borg- urum Kaupmannahafnar að mestu hlíft við opinberum lýsingum af þessum manndrápum á meðan þau voru framin, sögurnar sköpuðu sig sjálfar og urðu að munnmælum ekki síður en staðreyndum sem bar að taka trúanlegar. Illræði áttu sér stað en í hverju þau fólust gátu frá- sagnirnar greint frá með ólíkum hætti (17). „Kobbi“ í Kaupmannahöfn Höfundur Kóperníku slær tvær flugur í einu höggi með því að færa lesendur aftur til 19. aldar. Þannig gerir hann Kaupmannahöfn að höfuðborg Íslendinga og leysir á skilvirkan hátt þær hindranir sem geta fylgt því að skrifa um raðmorð- ingja í íslensku samhengi. Um leið myndast kjörið tækifæri til að spinna vef upp úr einu þekktasta morðmáli sögunnar. Það er að sjálfsögðu engin tilviljun að skáldsagan gerist haustið 1888 sama ár og Jack the Ripper eða Kobbi kviðrista gekk um götur Lundúna í þoku og myrkri, hálfgerðu kófi, og myrti í það minnsta fimm einstaklinga. Morðin sem Kobbi framdi á sínum tíma áttu sér stað í aust- urhluta borgarinnar, nánar tiltekið í Whitechapel hverfinu. Þar voru aðstæður mjög slæmar á 19. öld, fátæktin mikil, glæpir daglegt brauð, sjúkdómar geisuðu og íbúar að stórum hluta innflytjendur sem voru hornreka í þjóðfélaginu. Þetta var því kjörinn vettvangur fyrir raðmorðingja að athafna sig og voru það allt kynlífsverkakonur sem störfuðu á götunum og glímdu við áfengisfíkn sem urðu fyrir barðinu á Kobba. Rétt eins og morðingjarnir í Kóperníku risti hann fórnar- lömb sín á kvið og hnuplaði úr þeim ýmsum líffærum. Yfirvöldum bárust mörg bréf í nafni morðingjans, flest platbréf en sum ef til vill frá honum sjálfum. Þar á meðal var pakki sem innihélt hálft nýra úr manneskju og „kveðju frá helvíti“. Í öðru bréfi sem stílað var á yfirmann fréttamiðstöðvarinnar í borginni og „morð- inginn“ gantast að lögreglu fylgdi síðan „einlæg kveðja frá Kobba kviðristu“. Þótt alls óvíst sé hvort raunverulegur gerandi hafi ritað bréfið hefur viðurnefnið engu síður haldist og verið notað um morðingjann allar götur síðan.54 Morðin í Bretlandi hættu skyndilega og er ýmist talið að gerandinn hafi verið handtekinn fyrir einhvern annan glæp, hann dáið eða farið úr landi og fundið sér ný mið. Á sínum tíma héldu bresk yfirvöld og fjölmiðlar því reyndar statt og stöðugt fram að morðinginn væri útlendingur, mögulega Bandaríkja- maður. Það var þó aðallega af hugmyndafræðilegum ástæðum þar sem ekki gat 54 „Yours truly Jack the Ripper“, Casebook. Jack the Ripper, ritstjóri Stephen P. Ryder, sótt 5. maí 2023 af https://www.casebook.org/ripper_letters/.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.