Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 25
VERA KnÚTSDóTTIR
30
þrátt fyrir kunnugleika og fábreytni, elur chez soi [(heima) hjá sér] eins og
það er sett fram í þessum frásögnum með sér ákveðinn framandleika.
[...] heimilið og hinn kunnuglegi heimur missir traustvekjandi skírskot-
un sína sem haldreipi og staðfesting fyrir sjálfsmynd. Í staðinn hittum
við fyrir sögupersónur sem eru órólegar, er ógnað eða eru á einhvern
hátt fráhverfar venjubundnum rýmum og fyrirbærum.62
Í Hvítfeld verða æskuheimili foreldra Jennu að andstæðum sem endurspeglar
ólíkan bakgrunn þeirra. Hulda, móðir Jennu, ólst upp á heimili sem einkennist
af óreiðu og drasli en foreldrar hennar voru haldnir sjúklegri söfnunaráráttu.
Jenna setur þetta í samband við þráhyggju móðurinnar gagnvart þrifum, en
móðirin sjálf segir að óhófleg þrifnaðaráráttan sé viðbrögð við óþrifnaðinum á
æskuheimilinu. Í fyrstu ímyndar Jenna sér að æskuheimili móðurinnar hafi verið
draslaralegt með nokkuð hefðbundnum hætti en síðar, þegar hún fréttir af því
að amma hennar og afi hafi verið haldin sjúklegri söfnunaráráttu, tekur hún að
skoða myndirnar í fjölskyldualbúminu með öðrum hætti en áður:
Þegar ég fletti í gegnum albúmið fer ég að rýna í bakgrunn myndanna.
Ég hef oft skoðað þær áður en aldrei veitt því almennilega eftirtekt
hvað bakgrunnurinn er flókinn. Hvergi er auðan flöt að finna, alls
staðar eru hlutir, smádrasl í hrúgum og skrautmunir. Á einni myndinni
stendur mamma ofan á dagblaðabunka á stofugólfinu og aftan við
hana er gólfið þakið drasli, líkt og hvolft hafi verið úr ruslafötu. Undir
óreiðunni glittir í húsgögnin og eftir því sem ég rýni lengur í mynd-
irnar því skýrari verða þær. (44)
Jenna heyrir meira að segja af því að í eitt skipti, þegar móðir hennar var smá-
barn, hafi hún týnst í draslinu á heimilinu í nokkra klukkutíma. Í ritgerðinni um
fagurfræði hins ókennilega lýsir freud hvernig sjálfsverur upplifa hið ókennilega
við villu og þegar þær rata ekki um ákveðið rými, til dæmis þegar þoka byrgir
þeim sýn eða í skógi þar sem tré virðast raðast upp líkt og í völundarhúsi.63
Lýsingin á æskuheimili Huldu er nokkuð yfirgengileg og minnir að vissu leyti á
62 Á frummálinu hljómar textinn á þessa leið: „despite its familiarity and ordinariness, the
chez soi as represented in these narratives harbors a certain strangeness. […] the home
and the ‘familiar’ world shed their reassuring, anchoring and identity-affirming con-
notations. Rather, we encounter subjects who are ill at ease, threatened or otherwise
estranged from everyday spaces and phenomena.“ Daisy Connan, Subjects Not-at-home,
bls. 9–10. Þýðing mín.
63 Sigmund freud, „Hið óhugnanlega“, bls. 211.